Saga - 2010, Page 63
Þvert á móti hafi handritamiðlun á tíma prentverks í mörgum til-
fellum verið sniðin að efnahags-, menningar- og félagslegum að -
stæð um samfélaga, hópa og einstaklinga.
ein áhrifamesta stórsagan (e. grand narrative) sem stýrt hefur
rannsóknum og túlkunum á sögu bókmenningar og textamiðlunar
undanfarna áratugi er hugmyndin um nývæðingu og framfarir.5
Slíkar hugmyndir byggjast jafnan á forsendum núverandi skipulags,
þarfa þess og verðmætamats. Þannig er söguleg framvinda skoðuð
frá þeim kögunarhóli og sem leið að því marki, greið eða grýtt eftir
aðstæðum. Íslenskt samfélag 18. og 19. aldar er í þess konar skugg -
sjá að miklu leyti utan hefðbundins ferils slíkrar framþróunar og í
anda stórsögunnar beinast spurningar rannsakenda annað hvort að
því hví brugðið var út af markaðri braut eða þá að litið er framhjá
frávikinu. Í þessari grein fylgi ég hvöt spænska sagn fræð ingsins
Fernando Bouza til sagnfræðinga um að varpa af sér því sem hann
kallar tímaskekkta fordóma samtíma-sagnritunar sem hafi skilgreint
árnýöld sem forstig nývæðingar, forspil að samtíma okkar.6 Þannig
brýnir Bouza sagnfræðinga til að rannsaka og greina sögu sam-
skipta og miðlunar á eigin forsendum fremur en að ganga út frá því
sem gefnu að snörp prentvæðing sé hin markaða slóð.
Rannsóknir síðustu áratuga sem beinst hafa að virkni textamiðl -
unar hafa á undanförnum árum, svo notuð séu orð bandaríska
sagnfræðingsins Harvey J. Graff, haft að háði hin einföldu tvíhyggju -
módel sem hafa þjakað rannsóknir á þessu efni svo sem milli læsra
og ólæsra, milli ritmenningar og munnlegrar miðlunar og svo fram-
vegis.7 Þetta á ekki síst við um þær fjölmörgu rannsóknir víða um
heim sem varpað hafa nýju ljósi á framleiðslu, miðlun og neyslu
handritaðs efnis á öld prentverksins sem verður vikið að hér á eftir.
Í greininni er þess freistað að rjúfa hin gefnu tengsl milli nývæðing-
ar og rannsókna á miðlun sem afgreiða handrit síðari alda sem úrelt-
an og hverfandi miðil á öld prentverks. Þetta er gert með því að
draga saman þræði og reifa röksemdir fjölmargra erlendra sem inn-
textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar 63
5 Sjá t.d. Allan Megill, „“Grand Narrative“ and the Discipline of History”, A New
Philosophy of History. Ritstj. Frank Ankersmit og Hans kellner (Chicago:
University of Chicago Press 1995), bls. 151–173 og 263–271.
6 Fernando Bouza, Communication, Knowledge, and Memory in Early Modern Spain.
Þýð. Sonia López og Michael Agnew, með formála eftir Roger Chartier
(Philadelphia: University of Pennsylvania Press 2004), bls. 5.
7 Harvey J. Graff, „Introduction to the 1995 edition“, The Labyrinths of Literacy
(Pittsburgh: University of Pittsburgh Press 1995), bls. xix.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 63