Saga - 2010, Page 64
lendra rannsókna á sviði bókmenntasögu, félagslegrar menningar-
sögu og handritafræða sem í vaxandi mæli hafa þætt saman grein-
ingu á texta, efniseigindir hans (e. materiality), atbeina (e. agency) ein-
staklinga og hópa og félags- og menningarlega umgjörð miðlunar.
Rannsóknir mínar á handritamenningu 19. aldar á Íslandi draga
fram mynd sem fellur vel að þessari endurskoðun og styrkir hana.8
Fremur en að líta á sögu textamiðlunar í gegnum hin hefðbundnu
sjóngler línulegrar þróunar, þar sem einn miðill leysir annan af
hólmi, legg ég til skýringarmódel sem samanstendur af þremur
hringj um sem skarast að hluta (e. Venn diagram) og tákna þeir hver
sinn miðil; handrit, prent og munnlegan flutning.9 Þessu módeli má
beita á einstakling sem nýtir sér hvern þessara miðla, texta sem
miðlað er á ólíkan hátt eða textasamfélag þar sem mismunandi
miðlar eru í notkun samtímis.
Þessi grein skiptist í tvo meginkafla. Í fyrri hluta verða kynntar
niðurstöður og röksemdir fræðimanna sem rannsakað hafa hand-
ritamenningu í Bretlandi, Frakklandi, á Spáni og víðar síðustu tvo
áratugi. Þessar rannsóknir hafa endurmetið stöðu og viðgang hand-
ritaðrar miðlunar á öldunum eftir tilkomu lausstafaprenttækni
þeirr ar sem kennd er við þýska gullsmiðinn og uppfinningamann-
inn Johannes Gutenberg. Í síðari hlutanum er fjallað um nýjar og
nýlegar rannsóknir á íslenskum handritum síðari alda en vöxtur
þeirra síðustu ár bendir til endurmats á þessu sviði án þess þó að
um hafi verið að ræða heildstæða endurskoðun eða túlkun.
Handritamenning síðari alda endurmetin: Enski skólinn
Handritamenning síðari alda hefur á síðustu áratugum unnið sér
sess sem rannsóknarsvið á mörkum bókmenntasögu, bókfræði (e.
bibliography), handritafræði (e. philology), bóksögu (e. history of the
book) og hinnar nýju menningarsögu (e. new cultural history). Í grein
sinni frá árinu 2000 skrifar breski fræðimaðurinn Jason Scott-Warren
að rannsóknarefnið — viðgangur handritamenningar eftir prent -
væð ingu 15. aldar — sé að öllum líkindum samevrópskt en bætir
við að virkni rannsókna hafi verið einna mest í hinum enskumæl-
davíð ólafsson64
8 Sjá einkum Davíð Ólafsson, Wordmongers: Post-Medieval Scribal Culture and
the Case of Sighvatur Grímsson. Doktorsritgerð frá University of St Andrews,
2008.
9 Davíð Ólafsson, Wordmongers, bls. 185.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 64