Saga - 2010, Page 65
andi heimi; í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.10 enski skólinn
hefur sannanlega verið bæði áhrifa- og afkastamikill á þessu sviði
en auk þess hafa á undanförnum tveimur áratugum birst mýmarg-
ar merkilegar rannsóknir sem fella má undir sama svið í Frakklandi,
á Spáni, Ítalíu, Írlandi og í Skandinavíu, Japan og kína svo einhver
lönd séu nefnd. Franski menningarsagnfræðingurinn Roger Chartier
lýsir stöðu þekkingar á rannsóknarsviðinu svo í grein frá árinu 2007:
Í kjölfar verka um handritaframleiðslu á englandi, Spáni og í
Frakklandi undanfarinn áratug mun enginn halda því fram að
„þetta“ (prentverkið) hafi gengið að „þessu“ (handritinu) dauðu
… Í stuttu máli er nú viðurkennt að, um a.m.k. fyrstu fjórar aldir
eftir tilkomu þess, hafi prentverk ekki leitt til brotthvarfs hand-
ritaðrar miðlunar og handritaðrar útgáfu.11
Í umræðum um það hvort handritarannsóknir síðari alda ættu sér
framtíð, sem fram fóru á síðum tímaritsins Shakespeare Studies árið
2004, rifjaði breski fræðimaðurinn Peter Beal upp að þegar hann hóf
vinnu sína við skráningu enskra bókmenntahandrita árnýaldar þrjá-
tíu árum fyrr hefði spurning sem þessi verið merkingarlaus; sú hug-
mynd að handritun gæti hafa haldið áfram að gegna jafn mikilvægu
hlutverki og prent í bókmenningu aldanna eftir daga Gutenbergs
hafi verið algjörlega framandi, að sögn Beal. Að svo miklu leyti sem
um var að ræða handritarannsóknir hafi þær að öllu leyti beinst að
miðaldahandritum og verið stundaðar innan fræðasviða miðalda-
fræða, skriftarfræði (e. paleography) og listasögu.12
textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar 65
10 Jason Scott-Warren, „Reconstructing Manuscript Networks: The Textual
Transactions of Sir Stephen Powle“, Communities in Early Modern England:
Network, Place, Rhetoric. Ritstj. Alexandra Shepard og Phil Withington (Man -
chester og New york: Manchester University Press 2000), bls. 18.
11 Roger Chartier, „The Printing Revolution: A Reappraisal“, Agent of Change.
Print Culture Studies after Elizabeth L. Eisenstein. Ritstj. Sabrina Alcorn Baron,
eric N. Lindquist og eleanor F. Shevlin (Amherst: University of Massachusetts
Press 2007), bls. 398. „With the work dedicated to manuscript production in
england, Spain and France over the past decade, no one today would argue
that “this” (the printing press) killed “that” (the manuscripts) … In short, it is
now recognized that printing, at least in the four centuries of its existence, did
not lead to the disappearance of handwritten communication or manuscript
publication“. Sjá einnig eftir sama höfund, Inscription and Erasure: Literature and
Written Culture from the Eleventh to the Eighteenth Century (Philadelphia:
University of Pennsylvania Press 2007), bls. 74–76.
12 Peter Beal, „Introduction: Do Manuscript Studies in the early Modern Period
have a Future?“, Shakespeare Studies 32 (2004), bls. 49.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 65