Saga - 2010, Page 66
Fyrsti hluti téðrar skráar Beal kom út árið 1980 og hratt af stað
bylgju rannsókna á sviði enskrar bókmenntasögu endurreisnaraldar
(e. Renaissance and Restoration England).13 Þær byggðust að miklu
leyti á þeirri staðreynd að mikið af bókmenntatextum frá þessum
tíma var varðveitt í umtalsverðum fjölda uppskrifta, textum sem í
mörgum tilfellum höfðu ekki verið prentaðir fyrr en löngu síðar.14
Með þessum gerningi má segja að Beal hafi opnað nýtt svið menn-
ingarsögulegra rannsókna, svið sem í dag nær langt út fyrir þann
völl sem handritaskráin markaði sér. Áhrifanna í enskri menningar-
sögu tók þó ekki að gæta til fulls fyrr en um og eftir miðjan tíunda
áratuginn en þá komu út flest þau meginrit sem skilgreina enska
skólann í handritarannsóknum síðari alda.
Þegar fjallað er um uppgang handritarannsókna síðari alda er á
engan hallað þótt fullyrt sé að áhrifamesta verkið á þessum vett-
vangi sé rit ástralska bókfræðingsins Harolds Love, Scribal Publi -
c ation in Seventeenth Century England, sem kom út í englandi árið
1993 og í Bandaríkjunum fimm árum síðar.15 Á þetta jafnt við um
þann vettvang enskrar bókmenntasögu árnýaldar sem Love stund -
aði rannsóknir sínar á og rannsóknir á miðlun og menningu texta í
öðrum löndum og á öðrum tímskeiðum. Þótt ýmsir fræðimenn
hefðu vikið að handrituðu efni frá 16. og 17. öld í samhengi enskrar
davíð ólafsson66
13 yfirlit yfir rannsóknir má fá í tveimur yfirlitsgreinum eftir Noel J. kinnamon:
„Recent Studies in Renaissance english Manuscripts“, English Literary Renais -
sance 27 (1997), bls. 281–326 og „Recent Studies in Renais sance english
Manuscripts (1996–2006)“, English Literary Renaissance 38/2 (2008), bls. 356–
383.
14 Peter Beal, Index of English Literary Manuscripts. Fyrsta bindi, 1450–1625
(London og New york: Mansell og Bowker 1980). Í kjölfarið hafa komið út fjöl-
mörg fleiri bindi handritaskrárinnar sem ná allt til aldamótanna 1900.
15 Harold Love, Scribal Publication in Seventeenth Century England (oxford: oxford
University Press 1993). Bók Love var gefin út í Bandaríkjunum með titlinum
The Culture and Commerce of Texts: Scribal Publication in Seventeenth Century
England (Amherst: University of Massachusetts Press 1998). Hér eftir verður
vitnað til bandarísku útgáfunnar í þessari grein. Bókin byggðist á rannsóknum
Love frá áttunda og níunda áratugnum og niðurstöðum sem höfðu að nokkru
leyti birst í tímaritsgreinum. Love vann að rannsóknum á þessu fræðasviði til
æviloka en hann lést árið 2005. Sjá t.d. Harold Love, English Clandestine Satire
1660–1702 (oxford: oxford University Press 2002) og Harold Love og Arthur
F. Marotti, „Manuscript Transmission and Circulation“, Cambridge History of
Early Modern English Literature. Ritstj. David Loewenstein og Janel Mueller
(Cambridge: Cambridge University Press 2002), bls. 55–80.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 66