Saga - 2010, Page 68
til heimilisnota.20 Þótt handrit af þessu tagi séu kennd við notand-
ann koma iðulega aðrir að því ferli; auk skrifarans er þar oftast um
að ræða eiganda forrits þess sem uppskriftin er gerð eftir. Auk þess
má gera ráð fyrir að uppskrift af þessu tagi geti orðið að forriti ann-
arrar uppskriftar og þannig hlekkur í keðju eða öllu heldur hluti af
vef þar sem líklegt er að textinn tengist fjölmörgum öðrum textum
úr ólíkum áttum. Þannig átti þessi tegund handritamiðlunar sér stað
innan samskiptaneta vina, nágranna eða hópa áhugafólks um þessa
texta, en hvernig þau net lágu er hins vegar sjaldnast augljóst því
beinar eða óbeinar upplýsingar um tengsl milli forrita og afrita
liggja sjaldnast á lausu.21
Þessi þríeina skilgreining Harolds Love á handritaútgáfu árný -
aldar gerir það að verkum að hugtakið er fremur opið og í raun
samheiti handritamenningar eða handritaðrar framleiðslu. Það er
þessi notkun hans á hugtakinu útgáfa og tenging þess við það sem
jafnan hefur verið litið á sem „óútgefið efni“ sem öðru fremur
gerir rit hans að jafn mikilvægu verki á þessu sviði og raun ber
vitni.22 Annað lykilhugtak í riti Harolds Love er handritasamfélag (e.
scribal community). Með því er átt við þau tengslanet sem lágu til
grundvallar miðlun handritaðs efnis frá manni til manns, frá heim-
ili til heimilis og kynslóð til kynslóðar. Miðlun handritaðs efnis
gegndi, að mati Love, því mikilvæga hlutverki að tengja saman hóp
líkt þenkjandi einstaklinga í samfélag, söfnuð eða pólitískan hóp þar
sem handritaskipti gegndu hlutverki við að rækta sameiginleg gildi
og efla persónuleg bandalög.23 Slík net, sem oftar en ekki byggjast á
annars konar og fyrirframmótuðum tengslum, eru grundvöllur
hand ritamiðlunar sem fylgdi sjaldnast formlega mótuðum braut-
um.
Sú nálgun Harolds Love að líta á framleiðslu og miðlun hand-
ritaðs efnis á árnýöld sem útgáfu í sama skilningi og afurðir prent -
davíð ólafsson68
20 Hugtakið commonplace books og sögnin to commonplace vísa til sérstakrar gerðar
safnrita þar sem safnað er völdum köflum úr eldri ritum, gjarnan undir
ákveðnum efnisorðum eða fyrirsögnum. Sjá Peter Beal, A Dictionary of English
Manuscript Terminology, 1450 to 2000 (Cambridge: Cambridge University Press
2008), bls. 82–83.
21 Harold Love, The Culture and Commerce of Texts, bls. 79–80.
22 Sama heimild, bls. 36.
23 Sama heimild, bls. 177. Jason Scott-Warren, hefur síðar notað hugtökin manu -
script network og manuscript community yfir svipað fyrirbæri. Sjá „Recon struc -
ting Manuscript Networks“, bls. 19.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 68