Saga - 2010, Side 69
smiðjunnar hefur haft mikil áhrif á vegferð og viðgang þess fræða -
sviðs sem hér er til umræðu. Í kjölfar bókar Harolds Love fylgdu
tvö rit sem reru á sömu mið, annars vegar Manuscript, Print, and the
Eng lish Renaissance Lyric frá árinu 1995, eftir bandaríska bók -
mennta fræðinginn Arthur Marotti, og hins vegar bók breska bók -
mennta fræðingsins Henry Woudhuysen, Sir Philip Sidney and the
Circulation of Manuscripts 1558–1640.24 Bæði ritin byggjast á heild -
rænni nálgun við miðlun, móttöku og endurframleiðslu bók-
menntatexta sem skapar grunninn að félagssögulegri bókmennta-
sögu (e. socioliterary history). Ólíkt hefðbundinni bókmenntasögu
tekur hún mið af efnis legri birtingarmynd textans og viðtökum
hans við mismunandi félagslegar og sögulegar kringumstæður og
endurskoðar lykilhugtök eins og bókmenntir og höfund í slíku ljósi.
Í upphafi bókar sinnar lýsir Henry Woudhuysen efnistökum sínum
svo:
Þetta er bók um handrit; um menn og konur sem skrifuðu,
lásu, keyptu, seldu, gáfu og þáðu þau. Þetta er einnig bók um
pappír, penna og blek, bók um þá sem höfðu lífsviðurværi af
því að rita eigin hendi. Ritarar, skrifarar, embættismenn og
almennir borgarar, rithöfundar, skáld, leikskáld, fornfræðingar,
lögfræð ingar, fræðimenn, stjórnmálamenn, klerkar, kaupmenn,
bóksalar, prentarar og bókaverðir koma þar við sögu. … Sumir
þeirra sem hér eru nefndir eru frægir, aðrir þekktir meðal
sérfræðinga, fáir nokkurn veginn óþekktir, mikill meirihluti
þeirra er nafnlaus með öllu.25
Með þessari nálgun tengir Woudhuysen rannsóknir sínar með
óbein um hætti við tvö hugtök sem komið höfðu fram á undan -
textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar 69
24 Arthur F. Marotti, Manuscript, Print and the English Renaissance Lyric (Ithaca:
Cornell University Press 1995). — Henry R. Woudhuysen, Sir Philip Sidney and
the Circulation of Manuscripts 1558–1640 (oxford: oxford University Press 1996).
25 Henry R. Woudhuysen, Sir Philip Sidney, bls. 1. „This is a book about manu -
scripts; about the men and women who wrote, read, bought, sold, presented,
and received them. It is also a book about paper, pen and ink, and a book about
those for whom writing by hand was a necessary and profitable part of their
lives. Scribes, scriveners, secretaries, copyists, amanuenses, writing-masters,
public officials, private individuals, authors, poets, playwrights, antiquarians,
lawyers, scholars, politicians, divines, merchants, new and second-hand book-
sellers, stationers, printers, and librarians all play a part in it. … Some of the
many people I discuss are famous, others will be familiar only to specialists, a
few are comparatively unknown, and others, the great majority of scribes who
produced manuscripts, cannot even be given names.“
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 69