Saga - 2010, Side 73
til kynna að reynt sé að skilja handritaða texta á neikvæðum
forsendum, það er að segja að þeir séu „ekki prent“ vegna
valda kerfisins. Upphafspunktur rannsóknanna virðist vera
„hvers vegna notaði þessi höfundur ekki prentverk?“ í stað
þess að spyrja „hver er ætlan þessa höfundar?“37
Þessi grundvallarmunur á sjónarmiðum er að mínu mati mjög mikil -
vægt skref í rannsóknarsögu handritamenningar síðari alda.
Mikilvægt er að rannsaka framleiðslu, miðlun og neyslu handritaðs
efnis á eigin forsendum en ekki prentmenningar eða vöntunar á
henni. eitt af því sem hefur vantað í rannsóknir á bókmenningu
árnýaldar, að mati ezell, er skilningur á stöðu höfunda og lesenda
utan hinnar markaðsvæddu útgáfu.38
Til að bæta úr þessu flytur ezell brennipunkt rannsókna sinna
frá hefðbundnum kjarnasvæðum enskrar bókmenningar, t.d. London
og háskólabæjunum oxford og Cambridge, og beinir sjónum að
skrifurum á jaðrinum, jafnt í landfræðilegum sem menningarlegum
skilningi, og spyr í inngangi bókar sinnar hvaða merkingu það hafði
að vera „höfundur“ fyrir ungt skáld búsett í sveitum Wales á önd-
verðri 17. öld eða fyrir konu hvar sem er utan hringiðu London.39
Fjarvera þessa fólks á spjöldum hinnar hefðbundnu prentsögu hefur
töluvert verið til umræðu en minna hugað að þeim vettvangi sem
þau kusu fyrir verk sín. Rannsókir ezell á bókmenningu utan menn-
ingarmiðjunnar leiða í ljós að lesendur utan hennar og staðbundnir
höfundar brugðust við veruleika prentmarkaðarins með því að
framleiða og fjölfalda sjálfir bókmenntatexta á félagslegum grunni
fremur en viðskiptalegum.
Prentverk og formleg útgáfa var síður en svo óþekkt fyrirbæri á
englandi utan London og annarra menningarmiðstöðva, en hún var
að mestu bundin við trúarlegt efni og uppfræðslurit fram á 18. öld.
könnun á viðskiptum bóksala og prentara í héraði bendir til að þeir
hafi ekki verið of uppteknir af hinum nýja miðli. Það voru helst
textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar 73
37 Margaret ezell, Social Authorship, bls. 23. „The point made by Love, and
Woudhuysen, about writers using script to circumvent censorship is perfectly
correct, but the implications behind the terms of analysis is that we seek to
understand the manuscript text by analyzing it for what it is not, that is, it is
“not print” because of the structures of power. The investigative starting point
appears to be “why didn’t this author use print?” rather than “what is this
author attempting to do?”.“
38 Sama heimild, bls. 24.
39 Sama heimild, bls. 2.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 73