Saga - 2010, Side 78
að mati kornicki, leitt til alvarlegrar mistúlkunar á bókaframleiðslu
edo-tímans.51
Grein kornicki er einkar áhugaverð fyrir það að hann staðsetur
handritamiðlun rækilega á sviði hversdagsmenningar alþýðu og
greinir jafnt félagslegt sem menningarlegt gildi hennar. kornicki
skiptir handrituðu efni í tvo meginflokka eftir tilgangi þeirra og
viðtakendum: einkahandrit (e. private manuscript) ætluð skrifaranum
sjálfum, t.d. til trúariðkunar, sjálfsmenntunar eða heimils- og bús-
umsýslu, og opinber handrit (e. public manuscript), ætluð til áfram-
haldandi miðlunar, t.d. með sölu, sem gjafir eða í gegnum erfðir.52
kornicki greinir jafnframt fjóra hvata fyrir framleiðslu efnis af þessu
tagi og vali á miðli: varðveislu og miðlun þekkingar, staðbundna
eftir spurn, viljann til að stýra aðgengi að textum og viðleitni til að
komast undan ritskoðun.53 Það er einkum áherslan á staðbundna
þekkingu, sögu, staðfræði o.þ.h., sem er nýmæli hér og dregur at -
hygl ina að þeim kostum handritamiðlunar að geta þjónað áhuga -
sviði tiltölulega lítils og landfræðilega afmarkaðs hóps. Prentun
byggð ist á hinn bóginn á því að til væri nógu stór markhópur til að
slík fjöldaframleiðsla borgaði sig.
Grein kornicki er einnig merkileg fyrir greiningu hans á samspili
lifandi handritamenningar og vaxandi prentmenningar undir lok
tímabilsins. Það er ljóst að handrit voru framleidd í miklum mæli
allt til enda edo-tímabilsins, þrátt fyrir mikinn vöxt prentverks. Flest
varðveitt handrit úr japönsku dreifbýli eru frá fyrri hluta 19. aldar,
tímaskeiði þegar aðgangur að ódýru prentuðu lesefni er orðinn til-
tölulega greiður meðal alþýðu.54 Þannig leiða rannsóknir Peters
kornicki (líkt og margra annarra sem hér hafa verið nefndar) í ljós
að samband miðlanna tveggja, handrits og prents, sé jafnan flókn-
ara en svo að því megi lýsa með beinni samkeppni þar sem annar
hnígur þegar hinn rís.
Hér hafa verið reifaðar nokkrar rannsóknir undanfarinna tveggja
áratuga á handritamenningu síðari alda.55 Þessar rannsóknir hafa af
davíð ólafsson78
51 Peter F. kornicki, „Manuscript, not Print“, bls. 24–26.
52 Sama heimild, bls. 27.
53 Sama heimild, bls. 33–38.
54 Sama heimild, bls. 43.
55 Auk þeirra rannsókna sem að framan eru nefndar má nefna rannsóknir á
handritamenningu á Ítalíu: Brian Richardson, „Print or Pen? Modes of Written
Publication in Sixteenth-Century Italy“, Italian Studies 59 (2004), bls. 39–64,
Filippo De Vivo, Information and Communication in Venice: Rethinking Early
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 78