Saga - 2010, Síða 79
miklum þrótti mælt fyrir því sjónarmiði að á árnýöld hafi tveir
miðlar ritaðs máls, handrit og prent, þrifist hlið við hlið. Þar með er
vikið frá eldri sýn, sem byggðist á skörpum skilum tvíhyggju þar
sem hin nýja tækni ýtti hinni eldri hratt og örugglega til hliðar.
Þessar rannsóknir hafa jafnframt miðað að því að greina handrita -
miðlun á tíma prentverks á eigin forsendum og sem valkost við
ákveðnar aðstæður, fremur en sem vöntun á framförum. Rann sókna -
samhengi af þessu tagi er ekki síður nauðsynlegt til skilnings á ís -
lenskri handritamenningu síðari alda. Fyrir því eru einkum tvær
ástæður. Annars vegar er augljóslega mikilvægt að þekkja til rann-
sókna á fræðasviðinu, hvort sem er út frá empírísku sjónarmiði eða
aðferðafræðilegu. Síðara atriðið er ekki síður mikilvægt, þ.e. að draga
fram þau sérkenni eða einkenni sem íslensk handritamenning kann
að hafa út frá almennu sögulegu samhengi (menningar-, félags-,
hugar farssögu o.s.frv.), út frá varðveittu efni, (textagreinum, aldri
handrita, stöðu skrifara o.s.frv.) og út frá rannsóknahefðum og -sögu.
Handrit síðari alda og íslensk sagnritun
Rannsóknir á handritamenningu síðari alda hafa að ýmsu leyti fetað
svipaða slóð og hér hefur verið rakið, þótt ekki hafi borið mikið á
textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar 79
Modern Politics (oxford: oxford University Press 2007), og Brian Richardson,
Manuscript Culture in Renaissance Italy (Cambridge: Cambridge University
Press 2009). Rannsóknir á handritamenningu á Írlandi: Meidbhín Ní Urdail,
The Scribe in Eighteenth and Nineteenth Century Ireland: Motivations and Milieu
(Münster: Nodus Publikationen 2000). Í Norður-Ameríku: A History of the Book
in America, Volume One. The Colonial Book in the Atlantic World. Ritstj. Hugh
Amory og David D. Hall (Cambridge: Cambridge University Press 2000),
Milcah Martha Moore’s Book: A Commonplace Book from Revolutionary America.
Ritstj. Catherine La Courreye Blecki og karin A. Wulf (University Park, PA:
Penn State Press 2003), og David D. Hall, Ways of Writing: The Practice and
Politics of Text-Making in Seventeenth-Century New England (Philadelphia:
University of Pennsylvania Press 2008). Í Mið-Austurlöndum: Mushdin
Mahdi, „From the Manuscript Age to the Age of Printed Books“, The Book in
the Islamic World: The Written Word and Communication in the Middle East. Ritstj.
George N. Atiyen (Albany, Ny: State University of New york Press 1995), bls.
1–17, og Geoffrey Roper, „Fāris al-Shidyāq and the Transition from Scribal to
Print Culture in the Middle east“, The Book in the Islamic World: The Written
Word and Communication in the Middle East. Ritstj. George N. Atiyen (Albany,
Ny: State University of New york Press 1995). Í kína: Printing and Book Culture
in Late Imperial China. Ritstj. Cynthia J. Brokaw og kai-wing (Berkeley: Uni -
versity of California Press 2005).
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 79