Saga - 2010, Síða 80
samstæðri fræðilegri nálgun né beinum tengslum við þær rann-
sóknir sem hér hafa verið nefndar.56 Félags- og menningarsögulegar
rannsóknir á handritamenningu síðari alda eru þannig tiltölulega
nýtt rannsóknarsvið á Íslandi og handrit og textar frá öldunum eftir
siðaskipti hafa lengst af staðið nokkuð í skugga viðamikilla rann-
sókna og útgáfu á miðaldahandritum og textum þeirra. Undantekn -
ingar frá þessu frá 20. öld eru þó nokkrar, hvort sem litið er til
handritafræða, sagnfræði eða bókmenntasögu. ef við horfum á tíma -
bilið frá miðri öld fram á níunda áratuginn má nefna ritröð Hins
íslenska fræðafélags í kaupmannahöfn sem nefndist Íslensk rit síðari
alda, viðamikla útgáfu Finns Sigmundssonar á persónulegum heim-
ildum, einkum sendibréfum, og rit Rímnafélagsins fyrir utan hand-
fylli greina um skrifara og handrit 18. og 19. aldar, sem einkum voru
ritaðar af safnamönnum.57 Fornfræðaáhugi 16. og 17. aldar og sá
davíð ólafsson80
56 Undantekning frá hinu síðarnefnda er grein Þorsteins Helgasonar, „Samspil
handrits og prents: Nokkrar tilgátur“, 2. íslenska söguþingið 2002. Ráðstefnurit I.
Ritstj. erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Ís -
lands, Sagnfræðingafélag Íslands, Sögufélag 2002), bls. 170–185, en þar vísar
höfundur m.a. í rannsóknir Harolds Love og bandaríska bóksögufræðingsins
Davids D. Hall. Sjá einnig grein Steingríms Jónssonar, „The handwritten book
in Iceland after the invention of printing: Why not printed?“ Gutenberg-
Jahrbuch 73 (1998), bls. 17–23.
57 Alls komu sjö rit út undir yfirskriftinni Íslensk rit síðari alda á árunum 1948–
1978. Sjá t.d. Ármanns rímur eftir Jón Guðmundsson lærða (1637). Ármanns þáttur
eftir Jón Þorláksson. Jón Helgason bjó til prentunar (kaupmannahöfn: Hið ís -
lenzka fræðafélag 1948), og Móðars rímur og Móðars þáttur. Jón Helgason bjó til
prentunar. Íslensk rit síðari alda 5 (kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag
1950). Finnur Sigmundsson gaf út á annan tug rita af þessu tagi, einkum bréfa-
söfn, á sama tímabili. Sjá m.a. Húsfreyjan á Bessastöðum. Bréf Ingibjargar Jóns -
dóttur til bróður síns, Gríms amtmanns (Reykjavík: Hlaðbúð 1946), Konur skrifa
bréf. Sendibréf 1797–1907 (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1962), Gömul Reykjavíkur -
bréf 1835–1899. Íslenzk sendibréf VI (Reykjavík: Bókfellsútgáfan, 1965), og
Vesturfarar skrifa heim I. Frá íslenzkum mormónum í Utah (Reykjavík: Setberg
1975). Rit Rímnafélagsins kom út í 11 bindum á árunum 1946–1976. Meðal
greina um handritamiðlun og skrifara má nefna: Finnbogi Guðmundsson,
„Nokkurar sögur … í hjáverkum uppskrifaðar“, Árbók Landsbókasafns Íslands
1965, 22 (1966), bls. 146–152, Þórður Tómasson, „Fræðaþulurinn í Steinum“,
Goðasteinn 23–24 (1984–1985), bls. 3–11, og Grímur M. Helgason, „Jón Jónsson
í Simbakoti og handrit hans“, Árbók Landsbókassafns Íslands 1986. Nýr flokkur 12
(1988), bls. 58–64. Handritaspjall Jóns Helgasonar frá miðri 20. öld fjallar öðrum
þræði um samhengi handritamenningar frá upphafi ritaldar fram á 19. öld eins
og fyrr er getið í þessari grein. Jón Samsonarson, fræðimaður í Árnastofnun,
sinnti á löngum ferli rannsóknum á alþýðlegri bókmenningu eftir siðaskipti,
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 80