Saga - 2010, Blaðsíða 82
um lausamálsbókmenntum eftir lok hinnar svonefndu gullaldar
íslenskrar ritmenningar á 13. og 14. öld. Bókin fjallar því að mestu
leyti um bókmenntategundina lygisögur eða rómönsur síðari alda og
stöðu hennar í íslenskri bókmenningu á öldunum eftir siðaskipti,
einkum á 18. og fyrri hluta 19. aldar, og í bókmenntasögunni eins og
hún birtist á 19. og 20. öld.60 Þetta gerir Driscoll með almennum og
víðtækum orðum um samfellda sagnritun af ýmsu tagi — sem hafi
verið síst viðaminni á 18. og 19. öld en þeirri 13. — og með bók -
mennta fræðilegri og bókmenntasögulegri greiningu á prósaverkum
Jóns oddssonar Hjaltalín (1749–1835), prests, skálds og rithöfund-
ar.61 Auk þess að vera afkastamikið sálmaskáld samdi Jón oddsson
Hjaltalín a.m.k. 10 lausamálssögur, sem varðveittar eru í allt að 20
afskriftum hver, og segir sá fjöldi sína sögu um virkni handrita-
miðlunar á 19. öld og vinsældir rita Jóns.62 Bókmenntasögulega sætir
bókin tíðindum fyrir að draga fram í dagsljósið annars vegar bók-
menntagrein sem lítið hefur verið fjallað um, rómönsur síðari alda,
og hins vegar gleymdan rithöfund frá mörkum 18. og 19. aldar sem
skrifaði innan þeirrar hefðar.63
davíð ólafsson82
Studies in the Production, Dissemination, and Reception of Popular Literature
in 18th- and 19th-century Iceland. Meðal eldri birtinga Driscoll á þessu sviði
eru: „Traditionality and Antiquarianism in the Post-Reformation lygisaga“,
Northern Antiquity: The Post-Medieval Reception of Edda and Saga. Ritstj. Andrew
Wawn (enfield Lock, Middlesex: Hisarlik Press 1994), bls. 83–100. — „The
oral, the Written, and the In-Between: Textual Instability in the Post-
Reformation Lygisaga“, (Re)Oralisierung. ScriptOralia, 84. Ritstj. Hildegard L.C.
Tristram (Tübingen: Gunter Narr 1996), bls. 127–154.
60 Sjá Matthew Driscoll, „Late prose fiction (lygisögur)“, A Companion to Old
Norse-Icelandic literature and culture. Ritstj. Rory McTurk (oxford: Blackwell
2005), bls. 190–204.
61 Matthew J. Driscoll, The Unwashed Children of Eve. Um fyrrnefnda atriðið má
einkum lesa í fyrsta kafla ritsins, bls.1–34. Líf og verk Jóns Hjaltalín eru
viðfangsefni kafla III–V.
62 Fjórar af sögum Jóns hafa nýlega verið gefnar út og er það í fyrsta sinn sem
prósaverk hans rata á prent: Jón oddsson Hjaltalín, Fjórar sögur frá hendi Jóns
Oddssonar Hjaltalín. Matthew J. Driscoll bjó til útgáfu og ritaði formála. Rit 66
(Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 2006).
63 Auk verka Driscoll má nefna til sögunnar rannsóknir Huberts Seelow, Jürgs
Glauser og Peters Jørgensen á miðlun og viðtökum handritaðs efni á Íslandi
eftir siðaskipti frá níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem hluta róttækrar
endurskoðunar á samhengi íslenskra lausamálsbókmennta. Sjá t.d. Hubert
Seelow, Die isländischen Übersetzungen der deutschen Volksbücher. Handschriften -
studien zur Rezeption und Überlieferung ausländischer unterhaltender Literatur in
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 82