Saga - 2010, Síða 84
hefur dregið saman helstu einkenni nýju handritafræðinnar á eftir-
farandi hátt:
• Bókmenntatextar eru ekki til án samhengis við efnislega birt-
ingarmynd sína og efnisleg mynd texta er órjúfanlegur hluti
merkingar hans. Því þarf að líta til bókarinnar í heild og sam-
spils texta og þátta eins og brots, uppsetningar á síðu, mynd -
lýsinga, fyrirsagna og annarra hliðartexta, og ekki síst annarra
texta í handritinu.
• Þessir efnislegu hlutir urðu til í ferlum þar sem (oft nokkur)
fjöldi fólks kom að málum og þeir urðu til á vissum tíma, á
vissum stað og í vissum tilgangi, en allt þetta mótaðist af
félags legum, efnahagslegum og hugmyndalegum kringum -
stæð um; þessir þættir höfðu áhrif á ytra form textans og eru
því einnig hluti af merkingu hans.
• Þessir efnislegu hlutir héldu áfram að vera til og var einnig
miðlað og neytt undir ákveðnum félagslegum, efnahagsleg-
um og hugmyndalegum kringumstæðum, og þeir bera þess
merki.66
Nýsjálenski bókfræðingurinn D. F. Mckenzie hafði nokkru áður en
Driscoll gaf út sína bók sett fram áhrifaríkar kenningar um afger-
andi áhrif efnisgerðar (e. material form) á merkingu texta undir
merkjum félagsfræði textans (e. sociology of the text).67 Jafnframt lagði
davíð ólafsson84
66 Vef. Matthew J. Driscoll, „The Words on the Page: Thoughts on Philology, old
and New“, http://staff.hum.ku.dk/mjd/words.html., kafli 1, skoðað 10.9.
2009.
„• Literary works do not exist independently of their material embodiments,
and the physical form of the text is an integral part of its meaning; one
needs therefore to look at the whole book, and the relationships between
the text and such features as form and layout, illumination, rubrics and
other paratextual features, and, not least, the surrounding texts.
• These physical objects came into being through a series of processes in
which a (potentially large) number of people were involved; and they came
into being at particular times, in particular places and for particular purpo-
ses, all of which were socially, economically and intellectually determined;
these factors influence the form the text takes and are thus also part of its
meaning.
• These physical objects continued to exist through time, and were dissem-
inated and consumed in ways which were also socially, economically and
intellectually determined, and of which they bear traces.“
67 D. F. Mckenzie, Bibliography and the Sociology of the Text: The Panizzi Lectures
1985 (London: British Library 1986). Sjá einnig gagnrýni á hefðbundna texta -
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 84