Saga - 2010, Page 86
þræði um handritamenningu á síðari hluta 19. aldar og í upphafi
þeirr ar 20. auk þess sem hún byggist að miklu leyti á rannsóknum
á afurðum hennar, einkum persónulegum skrifum. Í eigindlegum
anda einsögu (e. microhistory) er bókin byggð á ítarlegri rannsókn á
lífshlaupi tveggja bræðra, Halldórs og Níelsar Jónssona frá Tindi við
Steingrímsfjörð, en hið raunverulega viðfangsefni er þó víðtækara.
Í handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns er varð -
veitt mikið af skrifuðu efni sem runnið er frá þeim bræðrum og
skyldmennum þeirra. Það eru persónuleg skrif bræðranna sem eru
miðlæg í rannsókn Sigurðar, dagbækur, sendibréf og sjálfsævisaga
Halldórs, en auk þess liggur eftir þá fjöldi safnrita af ýmsu tagi,
einkum gríðarleg kvæðasöfn og margs konar samtíningsbækur á
mörkum uppskrifta og sjálfsbókmennta.71
Níels og Halldór Jónssynir fæddust í upphafi áttunda áratugar
19. aldar inn í stétt íslenskra bænda og sjómanna og lifðu lífi sínu
innan hennar. Þeir ólust upp að mestu án formlegrar menntunar en
hófu ungir að bera sig eftir bóklegum menntum sér til uppfræðslu,
skemmtunar og ekki síst sem vettvangi sjálfstjáningar. Það eru
menntun og bókmenning á lokaskeiði bændasamfélagsins íslenska
sem eru í brennidepli en sjónarhóllinn er reynsla, upplifun og at -
beini einstaklinga og flókin tengsl þeirra við stofnanir samfélagsins,
formlegar sem óformlegar. Í bókinni greinir Sigurður meðal annars
tengsl milli sóknar eftir bókmenningu og menntun annars vegar og
davíð ólafsson86
1997). Sigurður hafði þá um nokkurt skeið stundað rannsóknir á alþýðumenn-
ingu 19. og 20. aldar. Sjá The Continuity of everyday Life: Popular Culture in
Iceland 1850–1940. Doktorsritgerð frá Carnegie Mellon-háskóla, Pittsburgh
1993, „Alþýðumenning á Íslandi 1850–1940“, Íslensk þjóðfélagsþróun 1880–1990:
Ritgerðir. Ritstj. Guðmundur Hálfdanarson og Svanur kristjánsson (Reykjavík:
Félagsvísindastofnun og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1993), bls. 265–320,
og „„Jeg er 479 dögum ýngri en Nilli“, Dagbækur og daglegt líf Halldórs
Jónssonar frá Miðdalsgröf“, Skírnir 169 (haust 1995), bls. 309–347.
71 Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg, bls. 55–56. Sama ár og
Menntun ást og sorg kom út hleypti Sigurður Gylfi, ásamt kára Bjarnasyni
sérfræðingi við handritadeild Landsbókasafns, af stokkunum ritröðinni
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar, sem fyrr er nefnd, með það að markmiði
að koma á framfæri við fræðimenn og aðra áhugasama sýnishornum þeirra
heimilda sem íslensk bókmenning hefur að geyma. Nú hafa komið út fjórtán
bindi í ritröðinni og í mörgum þeirra er birt og fjallað um handritað efni af
ýmsu tagi. Um ritröðina í heild má lesa í ítardómi Helga Skúla kjartanssonar,
„kröftugasta útgáfustarf íslenskrar sagnfræði. Ritröðin Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar“, Saga XLVII:2 (2009), bls. 185–198.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 86