Saga - 2010, Page 87
tilfinningalífs hins vegar, t.d. sorgar og ástar. Vinnuálag, alltumlykj-
andi nálægð dauðans og tíðar og langar fjarvistir barna frá foreldrum
voru að mati Sigurðar meðal ástæðna þess að ungt fólk af alþýðu -
stétt leitaði svo stíft inn á svið bókmenningar sem raun bar vitni,
svið þar sem því var ætlað mjög takmarkað hlutverk af hálfu opin-
berra aðila og í viðhorfum að ofan. einnig dregur Sigurður fram
tengsl milli orðræðu framfara og rómantískrar ástar og setur hvort
tveggja í samhengi við sókn í bóklega menntun.
Á þeim rúma áratug sem liðinn er frá útgáfu þessara tveggja
bóka hefur vegur og umfang félags- og menningarsögulegra rann-
sókna á handritaðri miðlun eftir siðaskipti á Íslandi farið hægt vax-
andi. Dæmi um þetta eru meðal annars rannsóknir og útgáfur á
íslenskum kveðskap frá siðaskiptum til rómantíkur á síðustu árum.
Í vinnu við heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar, sem nú
stendur yfir, hefur verið lögð áhersla á að gera grein fyrir öllum
varðveittum afritum af verkum hans, hvort heldur það eru sálmar,
veraldlegur kveðskapur eða laust mál. Hefur sú vinna dregið fram
hversu mjög ritum hans var miðlað í uppskriftum í aldanna rás
þrátt fyrir að hann sé það skáld íslenskt sem naut mestrar útbreiðslu
á prenti á fyrri öldum.72 Auk Hallgríms Péturssonar má nefna til
sögunnar skáld úr hópi fyrstu kynslóðar lúterskra presta sem að
mestu miðluðu verkum sínum í uppskriftum, Ólaf Jónsson á Sönd -
um við Dýrafjörð, einar Sigurðsson í Heydölum og Jón Þor steins -
son í Vestmannaeyjum, auk rannsókna Þórunnar Sigurðar dóttur
bókmenntafræðings á erfikvæðum sem lærðri bókmenntagrein á 17.
öld sem fyrst og fremst lifði í handritum.73 Auk þess að sýna fram á
hversu takmarkaða mynd það gefur af bókmennta- og bókmenn-
ingarsögu síðari alda að taka einungis mið af prentuðu efni, gefa
þessi dæmi ótvírætt til kynna hve mikil einföldun er fólgin í því að
textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar 87
72 Sjá Hallgrímur Pétursson, Ljóðmæli. I,1–I,3. Ritstj. Margrét eggertsdóttir,
kristján eiríksson og Svanhildur Óskarsdóttir (Reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar á Íslandi 2000–2005). Stefnt er að því að heildarútgáfa á verkum
Hallgríms Péturssonar fylli átta bindi.
73 Ljóðasöfn tveggja þessara skálda hafa verið gefin út á síðustu árum: einar
Sigurðsson, Ljóðmæli. Rit 68. Ritstj. Jón Samsonarson og kristján eiríksson
(Reykjavík: Stofnun Árna Magnússona á Íslandi 2007). — Ólafur Jónsson, Í
höndum þínum minn herra Guð hefur þú teiknað mig. Brot úr sálmum og kvæðum
séra Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði. Ritstj. kári Bjarnason (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2006). — Þórunn Sigurðardóttir, „erfiljóð: Lærð bókmennta-
grein á 17. öld“, Gripla 11 (2000), bls. 125–180.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 87