Saga - 2010, Qupperneq 88
draga skýrar línur milli handritamenningar alþýðu og prentmenn-
ingar ríkjandi stétta.
Af rannsóknum sem beinast sérstaklega að hinum handritaða
miðli má nefna að Guðrún Ingólfsdóttir íslenskufræðingur vinnur
að doktorsritgerð um svonefnd samtíningshandrit eða syrpur frá 18.
öld, en þar er átt við handrit sem hafa að geyma fjölbreytt efni sem í
fljótu bragði virðist ósamstætt.74 Rannsóknin felst meðal annars í
greiningu á samsetningu þeirra og byggingu sem og efnislegum og
hugmyndalegum tengslum milli textanna í hverju handriti. Ætlun
Guðrúnar er að kanna syrpur bæði lærðra manna og alþýðumanna
til að fá sem skýrasta mynd af þeirri heimssýn og hugmyndum sem
þar birtast.
Við upphaf rannsóknarverkefnisins Alþýðumenntun, miðlun og
menningarskil á Íslandi 1830–1930, sem unnið var af hópi fræðimanna
undir stjórn sagnfræðinganna Inga Sigurðssonar og Lofts Guttorms -
sonar á síðustu árum liðinnar aldar, var áhersla lögð á miðlun og
viðtökur ritaðs efnis, jafnt handritaðs sem prentaðs. Segja má að
meginviðfang rannsóknarverkefnisins hafi verið ritmálsvæðing
íslensks samfélags og þar gegndi hinn handritaði miðill veigamiklu
hlutverki á tímabilinu, eins og sjá má í ritgerðasafni því um alþýðu -
menningu á Íslandi 1830–1930 sem er afurð verkefnisins.75 Þessar
rannsóknir voru kynntar á 2. íslenska söguþinginu, sem haldið var
vorið 2002, en þar var einnig málstofa helguð bóksögu þar sem flutt
voru fjögur erindi sem öll fjölluðu um sambúð handrits og prentaðs
máls.76 Fjölmargar aðrar undangengnar og yfirstandandi rannsóknir
davíð ólafsson88
74 Vinnutitill rannsóknarinnar er „Íslenskar handritasyrpur á 18. öld. Tilurð og
tilgangur“.
75 Alþýðumenning á Íslandi 1830–1930. Ritstj. Loftur Guttormsson og Ingi
Sigurðsson, Sagnfræðirannsóknir — Studia historica 18 (Reykjavík: Sagnfræði -
stofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan 2003). Sjá einkum Loftur
Guttormsson, „Framleiðsla og dreifing ritaðs máls“, bls. 37–65, eiríkur Þor -
móðsson, „Handskrifuð blöð“, bls. 67–90, og erla Hulda Halldórsdóttir, „Af
bréfaskrifum kvenna á 19. öld“, bls. 247–267.
76 Sjá 2. íslenska söguþingið 2002. Ráðstefnurit I. Málstofurnar voru Ritmenning, lest-
ur og samfélag 1830–1930, bls. 396–456, og Íslensk bóksaga: Fjölmiðlun menningar,
bls 170–220. erindin úr síðarnefndu málstofunni eru: Þorsteinn Helgason,
„Sam spil handrits og prents: Nokkrar tilgátur“, bls. 170–185. — Örn Hrafnkels -
son, „Lækningahandrit og prentaðir lækningatextar“, bls. 186–192. — Davíð
Ólafsson, „„Að æxla sér bækur með penna“. Miðlun Íslendingasagna á 19. öld
í handritum og prentuðum bókum“, bls. 193–211. — Steingrímur Jónsson,
„Hvað er bóksaga?“, bls. 212–220.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 88