Saga - 2010, Side 89
í ýmsum greinum og sviðum, t.d. réttarsögu, ættfræði, málsögu og
tónlist, hafa á undanförnum árum styrkt þá heildarmynd að hand-
rituð miðlun hafi, líkt og víðast hvar í evrópu, gegnt mikilvægu og
fjölþættu hlutverki á Íslandi eftir tilkomu lausstafaprents Guten -
bergs og verið í síkviku samspili við prentverk og aðra miðla.77
eins og sjá má af þessu yfirliti hafa íslenskir fræðimenn beint
sjónum sínum í vaxandi mæli að handritum síðari alda án þess þó
að þær rannsóknir hafi borið með sér heildstæða greiningu á gang-
verki handritaðrar miðlunar. Í raun má hér heimfæra, að breyttu
breytanda, orð Harolds Love um stöðu enskra handritarannsókna
árnýaldar um miðjan tíunda áratuginn, sem vísað var til hér að
framan, upp á þróunina hér á landi. Vitundin um að hvert og eitt
viðfangsefni þessara rannsókna sé hluti af menningar- og félagslegu
fyrirbæri — handritamenningu síðari alda — hefur þannig verið
óljós og að nokkru staðið í löngum skugganum af handritamenn-
ingu miðalda.
Handverksmaður með penna:
Sighvatur Borgfirðingur og bókmenning hversdagsins
Sjálfur hef ég stundað rannsóknir á handritaðri bókmenningu Íslend -
inga, einkum á 19. öld, undanfarinn hálfan annan áratug. Lengst af
vann ég þær, líkt og aðrir fræðimenn á þessu sviði, án þess að líta á
viðfangsefni mitt sem hluta af stærra menningarlegu fyrirbæri sem
kenna má við handritamenningu á prentöld. Áhersla mín var
þannig framan af í anda orða Jóns Helgasonar um sérstöðu hins
staðnaða bændasamfélags á Íslandi sem vitnað er til í upphafi þess-
arar greinar.78 kynni af ritum Harolds Love og sporgöngumanna
textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar 89
77 Þannig má nefna að Már Jónsson sagnfræðingur víkur að því hversu útbreidd-
ar uppskriftir Jónsbókar voru um aldir, ekki síst eftir að hún varð fyrst verald-
legra texta á Íslandi til að rata á prent. Sjá Már Jónsson, „Inngangur“, Jónsbók.
Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á Alþingi 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld
en fyrst prentuð árið 1578. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 8 (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2004), bls. 24–27, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, „Íslensk-
ur sönglagaarfur 1550–1800. Greinargerð um skráningu og könnun á nótum í
handritum og gagnagrunn um sama efni“, Ritmennt 9 (2004), bls. 145–154, og
Guðrún Ása Grímsdóttir, Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I–II. Rit
70 (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 2008).
78 Sjá t.d. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon, „„Barefoot Historians“.
education in Iceland in the Modern Period“, Writing Peasants: Studies on Peasant
Literacy in Early Modern Northern Europe. Ritstj. klaus-Joachim Lorenzen-Schmidt
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 89