Saga - 2010, Síða 90
hans í enskri bókmenntasögu, og í framhaldinu af rannsóknum á
handritaðri miðlun í öðrum löndum, hafa hins vegar haft mikil áhrif
á lestur minn á bókmenningu 19. aldar á Íslandi.
Fyrstu rannsóknir mínar á þessu sviði beindust að dagbókum og
dagbókaritun á 18., 19. og 20. öld.79 Meginviðfangsefni þeirra rann-
sókna var að greina hvernig Íslendingar af ólíkri stétt og stöðu
höfðu nýtt sér dagbækur, veðurbækur og almanök með minnis-
greinum í þeim tilgangi að henda reiður á heiminum og tjá sig.
Dagbókaritunin sjálf er, líkt og t.d. ritun sendibréfs, einn þáttur
handritamenningar ekki síður en uppskriftir bókmenntalegra og
sögulegra texta. en sú innsýn sem dagbækur veita inn í hversdags-
menningu fyrri alda beindu mér þó í þá átt að kanna hlutdeild hins
handritaða miðils í bókmenningu íslenskrar alþýðu.80
eitt viðamesta dæmið frá 19. öld um hvort tveggja, umfang dag-
bókaritunar og innsýn inn í alþýðlega bókmenningu tímabilsins, eru
án efa dagbækur Sighvats Grímssonar Borgfirðings (1840–1930),
bónda, skrifara og alþýðufræðimanns sem oftast er kenndur við
Höfða í Dýrafirði.81 Dagbókaskrif hans ná nær samfellt yfir tæpa sjö
davíð ólafsson90
og Bjørn Poulsen (kerteminde: Landbohistorisk selskab 2002), bls. 175–209.
Bandaríski sagnfræðingurinn Robert Darnton tekur Ísland sem dæmi um frá-
vik frá meginþróunarlínum evrópskrar bóksögu í nýlegri grein: Robert
Darnton, „“What is the History of Books?” Revisited“, Modern Intellectual
History 4:3 (2007), bls. 49–58.
79 Davíð Ólafsson, Bækur lífsins. Íslenskar dagbækur og dagbókaskrif fyrr og nú.
MA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands, Reykjavík 1999. Sjá einnig Davíð
Ólafsson, „Dagbækur í handritadeild Landsbókasafns“, Ritmennt. Ársrit
Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 3 (1998), bls. 109–131. — „Að skrá sína
eigin tilveru. Dagbækur, heimsmynd og sjálfsmynd á 18. og 19. öld“, Einsagan
— Ólíkar leiðir. Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk. Nafnlausa ritröðin
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 1998), bls. 51–88. — „Í frásögur færandi. Vestur -
heimsferðir í persónulegum heimildum“, Burt — og meir en bæjarleið. Dagbækur
og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar. Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar 5 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2001), bls. 71–128.
80 Davíð Ólafsson, „Að æxla sér bækur með penna“, bls. 193–211. — „„Skrifaðar
í köldum og óhentugum sjóbúðum …“. Sighvatur Grímsson og miðlun bók-
menningar á Vestfjörðum á síðari hluta 19. aldar“, Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 43
(2003), bls. 229–243. — „Handritasamfélag og textaheimur í kaldrananes -
hreppi á Ströndum“, Þriðja íslenska söguþingið 18.–21. maí 2006. Ráðstefnurit.
Ritstj. Benedikt eyþórsson og Hrafnkell Lárusson (Reykjavík: Sagnfræðinga -
félag Íslands, Sögufélag, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Félag sögukenn-
ara og ReykjavíkurAkademían 2007), bls. 448–457.
81 Lbs. 2374–2377 4to. Dagbækur Sighvats Grímssonar 1863–1930.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 90