Saga - 2010, Page 91
áratugi, frá 1863 til 1930, og þótt daglegar færslur séu hvorki ítar-
legar né margorðar eru öllu því sem tengist bókmenningu gerð skil,
þar á meðal uppskriftum Sighvats fyrir sjálfan sig og aðra, aðföngum
hans um handskrifað og prentað efni, bókalánum og bóksölu,
rímna kveðskap og vökulestri heima og heiman. Stutt sjálfsævisaga,
skrifuð 1892, fyllir upp í lífssögu Sighvats, einkum fyrstu áratugina
fyrir upphaf dagbókanna.82
Auk reglulegra dagbókafærslna um áratuga skeið og sjálfsævi-
sögunnar liggur eftir Sighvat mikið safn handrita sem hann ýmist
skrifaði upp sjálfur eða safnaði og afhenti Landsbókasafni Íslands
gegn vilyrði um styrk til áframhaldandi ritstarfa með samningi frá
árinu 1906. Alls eru varðveitt um tvö hundruð handrit sem tengjast
Sighvati með einum eða öðrum hætti og mörg þeirra hafa að geyma
mikilvægar upplýsingar í hliðartextum, t.d. um viðtakendur eða
fyrri eigendur handrita, ritunartíma og -stað og fleira þess háttar.
Óhætt er að segja að þessir tveir heimildaflokkar, æviskrif Sighvats
og handritasafn hans, veiti einstaka sýn á það svið sem hér er til
umfjöllunar, ekki aðeins hvað Sighvat sjálfan varðar eða fjölskyldu
hans heldur einnig umhverfi hans og þær félags- og menningarlegu
brautir sem handrituð miðlun fór eftir í sveitasamfélagi 19. aldar.
Haustið 2004 urðu Sighvatur Borgfirðingur og ritstörf hans
viðfangsefni rannsóknar minnar, sem lauk með doktorsritgerðinni
Wordmongers: Post-medieval Scribal Culture and the Case of Sighvatur
Grímsson sem ég varði árið 2008. Þar er saga hans sett í kenningalegt
og sagnritunarlegt samhengi við þann uppgang handritarannsókna
síðari alda sem rakinn hefur verið hér að framan. Tilviksathugun
(e. case study) þessi sótti einnig í ýmsa aðra strauma á sviði hug- og
félagsvísinda sem síðustu þrjá áratugi hafa stefnt í átt að eigindleg-
um rannsóknum á upplifun og atbeina fólks, m.a. í rannsóknum á
læsi og skriftarkunnáttu og nýtingu hennar. Hinn empíríski kjarni
rannsóknarinnar fólst í því að greina virkni og framkvæmd hand-
ritaðrar miðlunar og stöðu hennar innan bókmenningar íslenskrar
alþýðu á 19. öld með lífshlaup Sighvats Grímssonar í brennidepli.
Sjónum var beint að þremur lífsskeiðum Sighvats í þremur byggðar-
lögum á árabilinu 1840–1873 og áhersla lögð á að greina samspil ein-
textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar 91
82 Lbs. 3623 8vo. „Æviágrip Sighvats Grímssonar Borgfirðings fram til 27. des.
1892 eftir sjálfan hann“. Sjálfsævisagan kom út árið 1965 í Árbók Landsbókasafns
Íslands 1964, 21 (1965), bls. 91–99, og aftur árið 1999 í Frá Bjargtöngum að Djúpi
1 (Hrafnseyri: Vestfirska forlagið 1998), bls. 125–140.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 91