Saga - 2010, Qupperneq 93
skrifum fyrir aðra, stór sem smá. Dagbækur, sjálfsævisaga og varð -
veitt handrit úr safni hans geyma upplýsingar um mikinn fjölda
handrita, allt frá sendibréfum til fjölbinda verka, sem Sig hvatur
skrifaði fyrir nágranna sína á þessum árum. Sumt er frumsamið í
heild eða að hluta, eins og kveðskapur Sighvats og pers ónulegar
ættartölur sem hann tók saman fyrir sveitunga sína, en meginþorr-
inn eru uppskriftir bókmenntalegra og sögulegra texta af ýmsu tagi,
innlendra sem þýddra. Þessi hluti rannsóknarinnar dregur fram
mikilvægi þeirrar þjónustu sem Sighvatur innti af hendi með upp-
skriftum fyrir sveitunga sína sem og efnahagslegt mikilvægi hennar
fyrir afkomu fjölskyldunnar.
Þótt Sighvatur sé fráleitt dæmigerður fulltrúi íslenskrar bænda-
stéttar í næsta þráhyggjukenndri sókn sinni í bækur og orð, er sá
jarðvegur og það umhverfi sem hann starfar í ekki síður mikilvæg-
ir þættir í rannsókn sem þessari. Með því að greina lífsferil hans
með tilliti til þeirra ólíku samfélaga sem hann tilheyrði á mismun-
andi skeiðum ævi sinnar má bregða ljósi á samfélagslegt hlutverk
handritaðrar miðlunar í hversdagsmenningu 19. aldar, efnahagslega
þætti bókmenningar, tengslamyndun í samfélögum byggða á miðl -
un texta, stuðning handritamiðlunar við formlega menntun og
sjálfs menntun og samspil handritunar við munnlega og prentaða
miðlun.
Í rannsókn minni á lífi og störfum Sighvats Grímssonar Borg -
firðings koma fram öll helstu einkenni handritamenningar Íslend-
inga á síðari öldum, einkum þeirri 19.:
• Hátt hlutfall handrita sem eru komin frá skrifurum af alþýðu -
stétt, mönnum sem höfðu litla sem enga formlega menntun.
• Samgangur og flæði milli „lærðrar menningar“ og „alþýðu -
menn ingar“.
• Samspil og skörun milli ólíkra miðla; handritunar, prents og
munn legrar miðlunar.
• Fjölbreytni textagreina: Sjálfsbókmenntir (sjálfsævisögur, dag-
bækur, sendibréf o.s.frv.), hefðbundnar bókmenntir (fornsög-
ur, rímur, rómönsur o.þ.h.), tækifæriskveðskapur, persónu-
saga, ættfræði, annálar, þýðingar, trúarlegir textar o.s.frv.
• Hliðartexti áberandi (e. paratext): Nöfn skrifara og eigenda og
kaupenda, dagsetning og staðsetning ritunar, athugasemdir
skrifara, eigenda og kaupenda o.s.frv.
• opin fyrir áhrifum erlendis frá: Þýðingar, endurgerðir, stæl-
ingar o.s.frv.
textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar 93
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 93