Saga - 2010, Page 94
Öll þessi einkenni gera íslenska handritamenningu að áhugaverðu
viðfangsefni innan þess alþjóðlega fræðasviðs sem handritamenn-
ing á tíma prentvæðingar er.
Nítjánda öldin í sögu Íslands er í senn hápunktur og lokaskeið
handritamenningar sem virkrar miðlunarleiðar fyrir texta. Það er
einnig athyglisvert að aukinn viðgangur handritaðrar miðlunar á
áratugunum um og upp úr miðri öldinni fellur að miklu leyti saman
við eflingu alþýðlegrar, veraldlegrar og markaðsvæddrar bókaút-
gáfu. Allt til loka 18. aldar hafði uppgangur prentverks á Íslandi
verið háður leyfisveitingum stjórnvalda og útgáfustefnu hinnar lút-
ersku kirkju, sem lengst af hafði einkaleyfi á prentaðri útgáfu. Önn-
ur og ekki síður afdrifarík hindrun í vegi voru hinar óhagstæðu
efnahagslegu og samfélagslegu aðstæður á Íslandi, sem gerðu það
að verkum að bókaútgáfa á markaðslegum forsendum var lengi vel
næsta óhugsandi. Þessar aðstæður urðu til þess að einungis lítill
hluti þeirra texta sem voru ritaðir og lesnir á Íslandi fram á 19. öld
var á prentaðri bók. Þannig má segja að um nokkurt skeið, frá um
1830 til 1880, hafi þessir tveir miðlar ritaðs máls staðið svo að segja
jafnhliða í íslenskri bókmenningu, hvort sem litið er til framleiðslu,
dreifingar eða neyslu. Við þessa mynd bætist að heimilið — baðstofan
og kvöldvakan — var að miklu leyti enn vettvangur sameiginlegrar
textaneyslu fram á síðustu áratugi 19. aldar. Þar með var hið ritaða
mál, hvort sem það var í handrituðu eða prentuðu formi, enn í sí -
kviku samspili við munnlega (eða hálfmunnlega) miðlun, þar sem
textar voru lesnir eða mæltir af munni fram og efni þeirra rætt og
greint. Ýmislegt bendir til þess að á sama vettvangi hafi textar verið
afritaðir, ýmist eftir prentuðu forriti, handriti eða munnlegum flutn-
ingi.
Bókleg menning á Íslandi á 19. öld er þannig fjöl-miðla (e. poly-
media) þar sem hinir ólíku miðlar hafi ekki einasta þrifist á sama
tíma heldur hafi textar flætt greiðlega af einu sviði á annað þar sem
ræða, rit og prent fléttuðust saman á óteljandi vegu.87 Fremur en að
einn miðill ýtti öðrum til hliðar þá efldi og endurnýjaði t.d. rit-
menningin hina munnlegu miðlun og framlengdi líf hennar, þótt ef
til vill væri í breyttu formi. Þessari mynd hinnar fjöl-miðla menn-
ingar er stefnt gegn því hefðbundna viðhorfi, sem m.a. á rætur að
davíð ólafsson94
87 Sagnfræðingurinn Adam Fox hefur lýst englandi 16. og 17. aldar á svipaðan
hátt í bók sinni Oral and Literate Culture in England, 1500–1700 (oxford: oxford
University Press 2000).
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 94