Saga - 2010, Page 100
höfundar og hvaða hlutverk samtíminn, t.d. hugmyndafræði og
stjórnmál, leiki í skrifum höfundar um framandi lönd.
Þessar spurningar verða ekki síður knýjandi þegar áfangastaður-
inn og þar með viðfangsefnið eru Sovétríkin, landið þar sem sam-
félagsleg tilraun lauslega byggð á kenningarlegum grundvelli
komm únisma átti sér stað, en eins og heiti greinarinnar gefur til
kynna voru ferðalög þangað ekki venjulegar skemmtiferðir.2 Hér er
vitnað í kristin e. Andrésson, menningarfrömuð og sósíalista, sem
lýsti ferð sinni til Sovétríkjanna árið 1934 á þennan hátt, en fræði -
menn hafa notað svipað orðalag til að lýsa sovétferðum. Þannig
kallar stjórnmálafræðingurinn Sylvia R. Margulies ferðir til Sovét -
ríkjanna pílagrímsferðir þar sem heitið gefi til kynna „að ferðin hafi
verið meira en venjulegt ferðalag til framandi lands“3 og félags fræð -
ing urinn Paul Hollander kallar þá sem ferðuðust til Sovétríkjanna
pólitíska pílagríma.4
Til þess að geta skoðað muninn á almennum ferðalýsingum og
sovétlýsingum verður fyrst að skoða nánar hvers konar rit ferða -
bækur eru. Ferðasögur segja oftast frá afmarkaðri lífsreynslu höf-
undar, þ.e. þær gefa jafnan ekki yfirlit yfir ævi og störf viðkomandi
og tilgangur þeirra er að segja frá og lýsa reynslu sem höfundur tel-
ur markverða eða jafnvel það fágæta að aðrir gætu haft af lestrinum
bæði gagn og gaman. Taka verður tillit til þess að ferðabækur eru
hvorki hefðbundnar sjálfsævisögur né endurminningarit í eðli sínu
en flokkast þó undir sjálfsbókmenntir, eins og Sigurður Gylfi Magn -
ús son sagnfræðingur hefur skilgreint það hugtak. Sigurður Gylfi
hefur flokkað íslenskar sjálfsbókmenntir í 14 flokka5 og segir ferða -
sögur nátengdar lífsreynsluritum (þar sem fjallað er um atburð eða
röð atburða sem höfðu sterk áhrif á þann er skrifar) og hnattvæðing-
arritum (rit sem gerast að hluta eða öllu leyti úti í heimi).
rósa magnúsdóttir100
2 Hér er þó ekki verið að ýja að því að spurningum um heimildagildi ferða -
lýsinga sé auðsvarað þegar fjallað er um aðra áfangastaði en Sovétríkin.
3 Sylvia R. Marguelis, The Pilgrimage to Russia. The Soviet Union and the Treatment
of Foreigners, 1924–1937 (Madison, Milwaukee og London: University of Wis -
consin Press 1968), bls. v.
4 Paul Hollander, Political Pilgrims: Travels of Western Intellectuals to the Soviet
Union, China, and Cuba 1928–1978, endurútgáfa (Lanham, New york og London:
University Press of America 1990).
5 Þessir flokkar eru pólitísk sjálfssögurit, réttlætingarrit, áróðursrit, játningarit,
uppgjörsrit, lífsferilsrit, sagnarit, fortíðarglýjurit, verðmætavörslurit, sjálfsdýrk -
unar rit, hnattvæðingarrit, lífsreynslusögur, ferðasögur og óbirtar sjálfsævisögur.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 100