Saga - 2010, Page 102
vel að því hvert samband ferðalangsins við áfangastaðinn er og þar
sem ferðamaðurinn skilgreinir sig oftast í andstöðu við hið ókunna
og framandi hlýtur upplifun hans ætíð að litast af eigin þekkingar-
heimi. Nauðsynlegt er því að afla upplýsinga um bakgrunn og lífs-
hlaup ferðabókahöfunda til að geta lagt mat á hvaða þættir hafa haft
áhrif á upplifun höfundar af fólkinu og landinu sem ferðast er um.
Skilningur höfundar á viðfangsefninu (þ.e. áfangastaðnum) litast
þannig t.d. af menntun, stétt, þjóðerni, aldri, kyni, stjórnmála skoð -
unum, venjum og fordómum.12
Flestir þeir fræðimenn sem notað hafa sovétlýsingar í skrifum
sínum hafa gert það í þeim tilgangi að varpa ljósi á (stundum
afhjúpa) þá menntamenn sem aðhylltust kommúnismann og sungu
honum lof í ritum sínum eftir ferðir þangað.13 David Caute skrifaði
bókina The Fellow Travellers: Intellectual Friends of Communism og Paul
Hollander, sem áður er minnst á, skrifaði bókina Political Pilgrims:
Travels of Western Intellectuals to the Soviet Union, China, and Cuba
1928–1978 en báðir lýsa þeir því hvernig pólitískir „samferðamenn“
(þ.e. þeir sem aðhylltust sósíalisma en gengu aldrei í flokkinn)14 fóru
í pílagrímsferðir til Sovétríkjanna, sáu það sem þeir vildu sjá (og það
sem þeim var sýnt) og reyndu ekki að skyggnast bak við tjöldin.
Bæði Caute og Hollander leggja mikið upp úr pólitísku siðferði höf-
undanna og segja þá hafa horft framhjá þjáningum fólksins og jafnvel
talið hörmungar réttlæta hið göfuga markmið um sósíalíska sam-
félagsgerð.15 Caute telur að eina leiðin til að skilja samferðamennina
og skoðanir þeirra á Sovétríkjunum sé að reyna að skilja hversu von-
sviknir þeir voru með eigin samfélög og þjóð félagsgerð.16 Hann tel-
ur að sovétferðirnar hafi frekar verið afleiðing þessara skoðana en
orsök þeirra — þ.e. höfundar jákvæðra sovét lýsinga voru oftast fyrir -
fram hliðhollir Sovétríkjunum og ferða lagið staðfesti fyrirfram
myndaðar skoðanir þeirra um yfirburði þjóðskipulagsins.17
rósa magnúsdóttir102
12 Peter Bugge, „’Something in the View Which Makes you Linger’“, bls. 5–6.
13 Sjá t.d. David Caute, The Fellow Travellers: Intellectual Friends of Communism,
endurbætt útgáfa (New Haven: yale University Press 1988), og bók Pauls
Hollander, Political Pilgrims.
14 Caute segir það hafa einkennt „samferðamennina“ að þeir héldu sig alltaf í
ákveðinni fjarlægð, landfræðilega, tilfinningalega og vitsmunalega. David
Caute, The Fellow Travellers, bls. 4.
15 Sama heimild, bls. 73.
16 Sama heimild, bls. 6.
17 Sama heimild, bls. 19.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 102