Saga - 2010, Page 105
frá fjórða áratugnum, skrifaðar af hinu áhrifamikla þríeyki Halldóri
Laxness, Þórbergi Þórðarsyni og kristni e. Andréssyni, menning-
arfrömuði, útgefanda og sósíalista, en kristinn var lykil maður í
skipulagningu sovétferða Íslendinga frá fjórða áratugnum og fram
eftir þeim sjöunda. Bækur Halldórs, Í Austurvegi og Gerska ævintýrið,
komu fyrst út árið 1933 og 1938, bók kristins, Frá Reykjavík til Odessa,
árið 1934 og Rauða hættan eftir Þórberg kom út árið 1935.25
engar ferðabækur til Sovétríkjanna er að finna frá stríðstíman-
um, enda ekki mikið um ferðalög til framandi landa á tímum síðari
heimsstyrjaldarinnar og fyrstu árin eftir stríðið voru Sovétríkin að
mestu lokuð fyrir útlendingum. Árið 1951 hélt Áskell Snorrason
tónskáld, í félagi við fjóra aðra, til Sovétríkjanna og árið eftir kom
bók hans Í landi lífsgleðinnar út, en hún mun vera eina íslenska
ferðalýsingin sem til er frá þessum síðustu árum Stalíns í Sovétríkj -
unum.26 Næsta ferðasaga sem hér er til umfjöllunar er eftir Rann -
veigu Tómasdóttur en hún fór ásamt sjö öðrum konum í þriggja
vikna ferð til Sovétríkjanna sumarið 1954 í boði friðarsamtaka
kvenna. Ferðinni lýsir hún í bókinni Lönd í ljósaskiptunum sem kom
út árið 1957.27
Þá verður tekin til umfjöllunar bók Agnars Þórðarsonar rithöf-
undar, Kallað í Kremlarmúr: Ferð um Sovétríkin sumarið 1956 með Steini
Steinar og fleirum sem kom út tuttugu og tveimur árum eftir að
ferðin var farin, eða árið 1978.28 Thor Vilhjálmsson rithöfundur fór
í boðsferð til Sovétríkjanna árið 1959 sem hluti af menningarsendi-
nefnd og skrifaði í kjölfarið bókina Undir gervitungli.29 Síðasta
ferðasagan er úr bók Braga Sigurjónssonar, Boðsdagar hjá þremur
stórþjóðum: Frásagnir frá heimsókn til Bandaríkjanna, Kína og Rússlands
„ekkert venjulegt skemmtiferðalag“ 105
25 Hér er notast við eftirfarandi útgáfur: Halldór Laxness, Í Austurvegi, 2. útgáfa
(Reykjavík: Helgafell 1985), og Gerska ævintýrið: Minnisblöð, 2. útgáfa
(Reykjavík: Helgafell 1983); kristinn e. Andrésson, Frá Reykjavík til Odessa
(Reykjavík: Sovétvinafélag Íslands 1934); og Þórbergur Þórðarson, Rauða hætt-
an, 2. útgáfa, 3. prentun (Reykjavík: Mál og menning 1984).
26 Áskell Snorrason, Í landi lífsgleðinnar. Ferðaþættir frá Rússlandi í nóvember 1951
(Reykjavík: MÍR 1952).
27 Í bókinni eru einnig sögur af kínaferð sem farin var vorið 1956 og
egyptalandsferð haustið 1955. Rannveig Tómasdóttir, Lönd í ljósaskiptum
(Reykjavík: Heimskringla 1957).
28 Agnar Þórðarson, Kallað í Kremlarmúr. Ferð um Sovétríkin sumarið 1956 með
Steini Steinar[r] og fleirum (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1978).
29 Thor Vilhjálmsson, Undir gervitungli. Ferðaþættir (Reykjavík: Helgafell 1959).
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 105