Saga - 2010, Page 108
Áður en lengra er haldið er því rétt að leita svara við því hvað
fékk ofangreinda ferðalanga til að segja ferðasögu sína í bókarformi.
Margir þeirra sem skrifuðu ferðabækur um Sovétríkin fyrir Íslend-
inga voru rithöfundar og því getur starfsgrein ferðalanganna hafa
haft áhrif, en eins og flestir vita tóku íslenskir rithöfundar mikinn
þátt í hugmyndafræðilegri baráttu kalda stríðsins og höfðu margir
sterkar pólitískar skoðanir. engan þarf því að undra að margir
þeirra skuli hafa fundið sig knúna til að koma reynslu sinni af
Sovétríkjunum í orð. Þegar reynt er að skilgreina sovétferðalýsing-
ar verður því að skoða hver tilgangur ferðasöguskrifa um Sovétríkin
var, og því er ekki að neita að oft (en ekki alltaf) var höfundur vís-
vitandi flutningsmaður áróðurs með eða á móti Sovétríkjunum.
Íslensku ferðabókahöfundarnir eiga það sameiginlegt að taka það
snemma fram að margt hafi verið ritað um áfangastaðinn, ýmislegt
satt og margt logið, en þeir hafi nú með eigin augum séð hina sósíal -
ísku tilraun og séu því betur í stakk búnir en hinir til að skilja á milli
raunveruleika og uppspuna.
Þannig eyðir Halldór Laxness plássi í báðum ferðabókum sínum
í að útskýra áhrif „borgaralegrar kenníngar“ (ÍA, 9, 11 og víðar) á
þekkingu um Sovétríkin. Þegar Gerska ævintýrið kom út árið 1938
var hrifning margra vinstrimanna í evrópu á Sovétríkjunum að
dvína og Halldór var augljóslega í vörn er hann skrifaði að „gegn
eingu landi á jörðinni er háð jafnástríðuþrúngið lygastríð einsog
Ráðstjórnarríkjunum“ (GÆ, 92). Halldór hafði greinilega að mark -
miði að dreifa „sannri“ þekkingu um Sovétríkin því að „um fá efni er
torveldara að afla sér sannra fregna á Vesturlöndum en um Ráð -
stjórnarríkin“, og hann reyndi að höfða til sjálfsmyndar lesenda
sinna þegar hann gaf í skyn að upplýstir og menntaðir einstaklingar
væru líklegri til að skilja „sannleikann“ í þessum efnum: „Að
minsta kosti er laungu svo komið að einvörðúngu lágskríll á Vestur -
löndum er nægilega kokvíður til að gleypa hin óþrotlegu æsíngarök
afturhaldsblaða og fasistafréttastöðva um Ráðstjórnarríkin“ (GÆ,
93).
kristinn e. Andrésson réttlætir ekki skrif sín heldur dembir sér
beint í hástemmdar lýsingar á ferðalaginu og Sovétríkjunum, en
hann kemur þó orðum að því hversu erfitt sé að fá borgarablöðin
íslensku til að segja frá sendinefndarferðum til Sovétríkjanna og
þegar þau láti svo lítið að fjalla um ferðirnar, fari þau með rang-
færslur (13). eins og Halldór, og síðar Þórbergur og Áskell, leggur
kristinn mikla áherslu á smáatriði og nákvæmni í lýsingum, máli
rósa magnúsdóttir108
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 108