Saga - 2010, Page 110
Rannveig Tómasdóttir, sem skrifaði bókina Lönd í ljósaskiptunum
um boðsferðir til Sovétríkjanna, kína og egyptalands, lýsti því yfir
að hún beindi orðum sínum til þeirra sem „gjarnan vilja fræðast
hlut- og hleypidómalaust um lönd og lýði“ (11) og segir ætlun sína
ekki aðra en þá að segja frá því sem fyrir augu bar: „Ég vil taka það
fram að ég mun eigi ræða þjóðskipulag né stjórnarhætti þessarar
víðlendu ríkjasamsteypu, því að ég hvorki vil né get lagt nokkurn
dóm þar á, til þess skortir mig bæði þekkingu og vizku“ (11).
Rannveig skrifaði alls þrjár ferðabækur (hinar tvær eru Fjarlæg lönd
og framandi þjóðir um Bahamaeyjar, Bermúdaeyjar og Mexíkó og
Andlit Asíu sem fjallaði um Indland, kasmír, Ceylon (nú Srí Lanka),
Taíland, Angkor og Mið-Asíulöndin Túrkmeníu, Úsbekistan og
kasakstan) og þó að margir aðrir höfundar sovétlýsinga hafi gert
víðreist verður Rannveig að teljast einn ötulasti ferðabókahöfund-
urinn í hópnum.38 Þrátt fyrir góðan ásetning Rannveigar um hlut-
leysi og fordómaleysi er þó í skrifum hennar að finna mat á þjóð -
skipulaginu í Sovétríkjunum. Skrif um klæðaburð fólks, listir og
menningu, byggingastíl og trúmál hlutu alltaf að fela í sér eitthvert
gildismat á því sem fyrir augu bar enda sósíalisminn allt í öllu í
Sovétríkjunum og því kom baráttan fyrir auknum lífsgæðum, jafn-
rétti og stéttlausu samfélagi alls staðar fram í daglegu lífi.
Bók Braga Sigurjónssonar er að mörgu leyti svipuð bók Rann -
veigar því hann lýsir þar boðsferðum til Bandaríkjanna og kína auk
ferðarinnar til Sovétríkjanna. Ólíkt Rannveigu var þó Bragi í hálf-
opinberri heimsókn þar eð sendinefndin var á vegum Alþingis, en
sendinefndarformið eins og því var lýst hér áður átti þó jafnt við.
Ferðaþættir Braga höfðu áður birst í vikublaðinu Alþýðumanninum
og hann varar fólk við því að sjá skrif hans sem „algild sannindi“
því að baki skrifum hans séu einungis „stutt yfirborðskynni, en vilj-
andi er a.m.k. litlu logið“ (7). eitt af markmiðum Braga með því að
gefa sögurnar út er þó að lesendur hafi af lestrinum bæði gagn og
gaman og því greinilegt að honum finnst reynsla sín a.m.k. nógu
mikils virði til að miðla henni til Íslendinga.
Ferðasaga Agnars Þórðarsonar er óvenjuleg að því leyti að hún
er skrifuð tuttugu og tveimur árum eftir að ferðin var farin. Agnar
rósa magnúsdóttir110
38 Bæði Halldór Laxness og Thor Vilhjálmsson skrifuðu mikið um ferðalög sín en
minningabækur Halldórs Laxness eru ekki flokkaðar sem ferðabækur hér. Að
sjálfsögðu eru minningabækurnar sjálfsbókmenntir eins og ferðabækurnar, en
í þessari grein er eingöngu fjallað um ferðalýsingar.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 110