Saga - 2010, Side 114
uðu honum upp af teinunum og köstuðu honum hátt upp fyrir sig.
Þær unnu eins og þær væru þreyttar með seinum karlmannlegum
hreyfingum. Þær voru í þykkum frökkum, dökkklæddar með skýlu
á höfðinu“ (26). Í umfjöllun um klæðnað Sovétmanna var gjarnan
minnst á látlausan klæðnað kvenfólksins. Rannveig sagði t.d. að það
sæist „ekki nokkur maður, ekki einu sinni kona þannig klædd að
það gleðji augað“ (12), og Braga Sigurjónssyni fannst rússneskar
konur ekki duglegar að halda sér til: „Víðar var það svo í Rússlandi,
þar sem fullorðnar konur sáust að störfum, að það var eins og þær
klæddu á sig aldurinn“ (182). og Thor tók undir þetta: „Mikið
tíðkuðust rósóttir og sniðlausir kjólar eins og saumaðir í fjarlægri
borg, kannski fjarlægu landi þar sem engar upplýsingar fengust um
vaxtarlag kvennanna hér og síðan varpað út úr flugvélum. engir litir
virtust banna neina aðra liti. kvenfólk er þarna feitlagið. ekki
tíðkuðust fegrunarlyf, konur voru flestar ómálaðar, hárið gjarnan
vafið í hnút í hnakkanum. Það var eins og búið væri að eima burt
alla erótík, þurrka allt út með allsherjargerilsneyðingu“ (38–39).
Andstæða þessa — ímynd kvenna á Vesturlöndum — var Thor hins
vegar heldur ekki að skapi því þar var ekki „hægt að auglýsa
þvottaduft, hjólbarða né ryksugur án þess einhvern veginn að fanga
athyglina með kynæsandi bellibrögðum“ (39).
Rannveig útskýrði fyrir sjálfri sér þennan skort á tískuvitund á
þann hátt að verslanir væru óspennandi og úrvalið lítið:
Svo er annað sem gerir Leningrad og aðrar borgir austur þar í
okkar vestrænu augum nokkuð litlausar, það eru hinir leiðin-
legu og að því er mér fannst ósmekklegu verzlunargluggar; þar
er sannarlega ekkert til þess gert að ginna viðskiptavinina inn-
fyrir dyrnar og fátt sá ég fallegra vara; einkum fannst mér
vefnaðarvara vera eins og hornreka í þessu áætlunar- og upp-
byggingarinnar ríki, en ef til vill er hún enn alls ekki komin á
áætlun. en þessi á okkar mælikvarða fábreytilega, litlausa,
sviplausa vefnaðarvara á meðal annars ef ekki aðalsök á hinum
ópersónulega, grámóskulega klæðnaði fólksins (12).
Árið 1973, tæpum tuttugu árum síðar, hafði Bragi Sigurjónsson þó
aðra sögu að segja af vefnaðarvöru í Sovétríkjunum, en sendinefnd
hans heimsótti vefnaðarverksmiðju í Ríga, „eins konar Gefjun“ (162)
þar sem þeir skoðuðu glæsilega framleiðslu vefnaðarvöru. Versl -
unarumhverfið var engu að síður óbreytt og Bragi endurómaði frá-
sögn Rannveigar um litlausa götumynd. Þrátt fyrir vesturevrópsk-
an byggingastíl í Ríga var eitthvað sem vantaði:
rósa magnúsdóttir114
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 114