Saga - 2010, Blaðsíða 115
Seiðandi verslunargötur virtust hvergi til, og svo var raunar að
sjá bæði í Moskvu og Leningrad. Þessu veldur vafalaust gjör-
ólíkt viðhorf Sovétmanna og Vesturlandabúa til verslunar: Á
Vesturlöndum er verslun atvinnugrein, í Sovétríkjum er versl-
un að mér virtist ekki atvinnugrein, heldur þjónustustarfsemi
á vegum hins opinbera og nánast miðuð við brýnustu hvers-
dagsþarfir, sem engan veginn væru gerðar auðveldar um of til
úrlausnar (168).
Í þessu sambandi minnist Bragi einnig á miklar biðraðir í Rússlandi
og undraðist þolinmæði Rússanna er hann lýsti því yfir að „það
mundi óstillingu okkar ekki falla“ (181). Í umfjöllun þessara höf-
unda víkur aðdáunin, sem var svo augljós hjá eldri ferðabókahöf-
undum, fyrir gagnrýni á útlit og klæðnað. kraftur hins „nýja fólks“
er ekki lengur merkjanlegur heldur er klæðaburður þess talinn segja
til um fábreytileika og áhugaleysi um útlit og skrifaður á reikning
þreytu og vonleysis. og borgarsvipurinn var ekki undanskilinn
svipaðri gagnrýni.
Langflestir Íslendingar komu landleiðina frá Finnlandi til Lenin -
grad en einhverjir, t.d. Agnar Þórðarson og félagar, komu siglandi.
Fyrstu kynni af landinu voru því oftast höfuðborgin gamla og sem
tákn gamalla tíma fékk Leníngrad ekki alltaf góða einkunn. Halldór
Laxness sagði t.d. byggingar keisaratímans hafa „ömurleg áhrif“ á
sig. Þær væru „aumkunarverðar“ og „í kvalafullu ósamræmi við
hina nýu þjóð“ (ÍA, 119), og fannst honum þessi gamli íburður held-
ur verri en útgangur fólksins. Rúmum tuttugu árum síðar, árið 1954,
kom Rannveig Tómasdóttir fljúgandi til Leningrad og upplifði borg-
ina á allt annan hátt. Henni fannst hún hafa vestrænan og fast-
mótaðan svip (sem var einmitt markmið Péturs mikla Rússlands -
keisara sem stofnaði borgina), beinar breiðgötur og reisuleg hús, en
þó fannst henni „við fyrstu sýn, svipur hennar grár og drungaleg-
ur“ (11–12). Hún segir þó að það hafi kannski frekar verið „svipur
fólksins en borgarinnar“ (12) sem við fyrstu sýn virtist dálítið þungur.
Thor Vilhjálmsson tók í sama streng og Rannveig þegar hann
sagðist ekki sjá þessa gleði sem aðrir höfðu lýst:
Ég veit ekki hvar þessi fræga gleði fólksins finnst sem fyrri
sovét farar hafa stundum verið að tala um þegar þeir koma
heim, ekki sá ég þetta fyrirbrigði lífsins í Leningrad eða
Moskvu. Þar voru menn alvarlegir. Auðvitað voru undantekn-
ingar en þung þrúgandi alvara þótti mér liggja yfir fólks-
straumnum. Glað værð er reyndar ekki aðal þeirra tíma sem við
„ekkert venjulegt skemmtiferðalag“ 115
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 115