Saga - 2010, Side 116
lifum. Það fólk sem komið er til ára sinna hefur liðið sjálft eða
séð fyrir sér svo miklar hörmungar að þess er varla von að það
gangi skælbrosandi og glaðhlakkalegt, og æskan vex upp und-
ir ógnandi himinsveppi atómsprengjunnar. en hvað áttu þeir
við þessir menn sem hafa verið að tala um hvað fólkið væri
glatt í Sovétríkjunum? (40).
Líkt og Thor bendir á höfðu margir Sovétmenn enga ástæðu til að
vera glaðir yfir aðstæðum — annaðhvort lifði fólk hörmungar
stríðsins eða ólst upp í skugga kjarnorkuógnarinnar miklu. Tímarnir
voru breyttir frá því fyrir síðari heimsstyrjöld og þær breytingar
endurspeglast í samræðum Thors við fyrri sovétfara. Hann leitar að
nýja, glaða fólkinu sem þeir höfðu líst en finnur það ekki.
Hér má einnig taka fram að á sjötta áratugnum var hugmynda -
fræðileg barátta stórveldanna farin að snúast mikið um lífsgæði,
menntun og tækni. Þrátt fyrir frábæran árangur Sovétmanna í geim-
kapphlaupinu á sjötta áratugnum var húsnæðisskortur í Sovét -
ríkjunum á sama tíma. Aukin samskipti við umheiminn gerðu sam-
anburð auðveldari og hann var Sovétmönnum ekki í hag, sérstak-
lega ekki á sviði almennra lífsgæða og þæginda. Thor var í Sovét -
ríkjunum árið 1959 en það ár héldu Bandaríkjamenn mikla sýningu
í Moskvu sem sovéskir fjölmiðlar fjölluðu um mánuðum saman.
Þrátt fyrir mikla áróðursstarfssemi tókst þeim ekki að koma í veg
fyrir að sýningin hefði sterk áhrif á viðhorf Sovétmanna til eigin
lífsgæða.41 Vel getur verið að áróður krústsjovs um að Sovétríkin
þyrftu að ná Bandaríkjunum — og um leið viðurkenning hans á því
að Sovétríkin stæðu Bandaríkjunum að baki — hafi haft áhrif á
Thor.42
Auk þess að þekkja vel til fyrri sovétferðalýsinga var Thor
greinilega hrifinn af klassískum listum og sótti að hluta þekkingu
sína um Rússland til heimsbókmenntanna, Tjékovs, Tolstojs og
Dostojevskís. Ólíkt þeim Halldóri, kristni, Þórbergi og Áskatli var
hann almennt mun hrifnari af hinu gamla en hinu nýja í listum, stíl
rósa magnúsdóttir116
41 Sjá t.d. Susan Reid, „Cold War in the kitchen: Gender and the De-Stalinization
of Consumer Taste in the Soviet Union under khrushchev“, Slavic Review 61:2
(2002), bls. 211–52, og Susan Reid, „Who Will Beat Whom? Soviet Popular
Reception of the American National exhibition in Moscow, 1959“, Kritika.
Explorations in Russian and Eurasian History 9:4 (haust 2008), bls. 855–904.
42 Hér er þó rétt að taka fram að slagorð krústsjovs frá 1957 um að ná og fara
fram úr Bandaríkjunum snerist um framleiðslu á kjöti og smjöri, en út úr því
var snúið og slagorðið túlkað mun víðar bæði innanlands og utan.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 116