Saga - 2010, Page 119
líka lesa úr athugasemdum að eitthvað megi nú á milli vera,
sovéskar konur mættu vera kvenlegri og götumyndin meira lokk-
andi, en til þess að svo gæti orðið þyrfti hið sovéska áætlanakerfi að
standa sig betur.
Spegill sjálfsins: Lenín og Stalín verða Gunnar og Njáll
Alvörugefni Sovétmanna var höfundum ferðabókanna hugleikin.
Þórbergur útskýrði hana með því að vísa í „köllun“ eða hollustu við
mikilvægt verkefni en lýsing Rannveigar byggist hins vegar á
ákveðinni staðalmynd af Rússum, mynd sem lifað hefur allt fram á
þennan dag: fólk sem virðist „grátt og sviplaust“ en er við nánari
kynni „elskulegra og gestrisnara“ fólk en hún hafði hitt fyrir ann-
ars staðar (12). Í umfjöllun sinni um útlit fólksins veitti Rannveig
Rússum þó sennilega mikið hrós er hún sagðist „hvergi í framandi
borg [hafa] séð eins marga sem í sjón gætu verið Íslendingar“ (12).
Áskell Snorrason sá einnig margt líkt í útliti með Sovétmönnum og
Íslendingum: „Öll sömu andlitseinkenni og hér eru algengust, eru
einnig algeng þar. Fólkið er bjart yfirlitum, flest meira eða minna
ljóshært, bláeygt og gráeygt, sumt móeygt, rétt eins og hér“ (21), en
minna fannst honum þó bera á „stórvöxnu fólki“ (21) í Sovétríkj -
unum en á Íslandi. Hér gera bæði Áskell og Rannveig lítið úr fram-
andleika fólksins með því að lýsa því eins og sínu heimafólki, en
eins og eftirfarandi dæmi sýna var jákvæðum eiginleikum í fari
Sovétmanna mjög oft líkt við sum mikilvægustu gildin í íslensku
samfélagi á tuttugustu öld: gestrisni, lítillæti, hófsemi og vinnu-
semi.
Þannig segir Rannveig að gestrisni Sovétmanna hafi minnt hana
á „hina einlægu íslenzku gestrisni, eins og hana er bezta að finna til
sveita hér á landi“ (12). Áskell sagði einnig um háttprýði fólksins að
hún virtist einlæg og ásköpuð, „líkt og bezt gerist hjá góðu sveita-
fólki á Íslandi“ (21). og eftir heimsókn í grafhýsi Leníns og Stalíns á
Rauða torginu lýsti Agnar Þórðarson þessum stórmennum samtím-
ans í Sovétríkjunum þannig:
Þeir lágu þar hvor andspænis öðrum eins og bændur í fábrot-
inni baðstofu sem hafa fengið sér blund eftir að hafa skrafað
lengi saman um grassprettu og skepnuhöld, kvöldsólin skín
inn í baðstofuna til þeirra og roðar þilin. en birtan í grafhýsinu
var undarlega rauðbleik. eða kannski þeir hafi verið að jafna
„ekkert venjulegt skemmtiferðalag“ 119
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 119