Saga - 2010, Síða 120
deilur milli eiginkvenna sinna líkt og Njáll og Gunnar á Hlíðar -
enda (138).
Í meðferð Agnars er þessi tenging við hetjur Íslendingasagnanna þó
frekar írónísk en einlæg, eins og tónninn í ferðasögu hans almennt.
Vísanir og samanburður á hetjuskap Íslendinga og Sovétmanna
gátu þó líka verið einlægar. Í heimsókn um borð í frysti- og flutn-
ingaskipi í höfninni í Ríga sagði Bragi Sigurjónsson til dæmis um
skipstjórann sem hann og samferðamenn hans hittu: „Mér komu í
hug ýmsir hetjulegir togaraskipstjórar okkar“ (165). Þetta var árið
1973 þegar togarafloti Íslendinga hafði endurnýjast hratt og mikil
endurskipulagning átt sér stað í sjávarútvegi46, en hér gæti Bragi
einnig verið að vísa til frækilegrar framgöngu íslenskra togaraskip-
stjóra í þorskastríðunum sem þá voru nýlega yfirstaðin — sjómenn
og skipstjórar voru á þessum tíma orðnir að hetjum í þjóðarfrásögn
Íslendinga á sama hátt og íslenski bóndinn.
Við lestur ferðabókanna er augljóst að rómantísk gildi sveita-
samfélagsins voru í miklum metum og þetta einkennir sérstaklega
frásagnirnar frá síðara tímabilinu. Í eldri bókunum fjórum er áhersl-
an frekar á breytta samfélagsgerð og þ.a.l. gagnrýni á íslenskt sam-
félag, en áróður gegn Sovétríkjunum á Vesturlöndum hafði oft snú-
ist um að lýsa fátækt, hungri og örbirgð og á Stalínstímanum var
höfundum því í mun að afsanna þær kenningar, meðal annars með
því að lýsa hamingjusömu og heilbrigðu fólki í framsæknu landi. Í
endursögn Áskels er þó að finna blöndu af þessu tvennu og í
útdrætti úr ræðu, sem hann hélt á kynningarkvöldi í Akureyrardeild
Menningartengsla Íslands og Ráðstjórnarríkjanna (MÍR) 7. september
1954, var haft eftir honum að ferðin til Sovétríkjanna hefði sannfært
hann um að margt væri líkt með sovésku og íslensku þjóðunum:
[Þær] hugsuðu, störfuðu, elskuðu og fyndu til á sama hátt.
Hann kvaðst hafa undrazt, hversu líkt rússneska fólkið væri
Íslendingum í útliti, málrómi og fasi, þótt langt væri í milli
landanna, að því undanskildu, að Sovétfólkið væri frjálslegra
og glaðlegra, og meira bæri á hlýju og vinsemd í viðmóti þess.
Væri það að þakka þjóðfélagsháttum, sem léttu af fólkinu ótta
og áhyggjum.47
rósa magnúsdóttir120
46 Sjá Helgi Skúli kjartansson, Ísland á 20. öld (Reykjavík: Sögufélag 2003), bls.
364–365.
47 Lbs. 4636 4to (iv 509), askja II. (Safn kristins e. Andréssonar): Útdráttur úr
ræðu Áskels Snorrasonar á kynningarkvöldi í Akureyrardeild MÍR 7. septem-
ber 1954, bls. 1.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 120