Saga - 2010, Page 121
kristinn vildi meina að yfir fólkinu væri „einlitur verkamannabrag-
ur“ sem honum þótti jákvæð afleiðing stéttlauss samfélags. „Fyrir
pjattaða auðvaldsborgara gat verið margt út á klæðaburðinn að
setja. og fólkið virtist ekkert hugsa um ‘holdningu’, þó að það væri
þarna á aðalgötum borgarinnar. Það sáust engar tilheyrandi fígúrur,
engir fattir ístrubelgir, engir spengilegir herrar með stoppaðar axlir,
engar tilsniðnar dömur“ (9). Að sjálfsögðu er hér verið að lýsa birt-
ingarmyndum kapítalismans eins og þær voru settar fram í áróðri
Sovétríkjanna; kapítalistinn í mynd uppstrílaðs „búldoggs“ og kon-
an sem tískudrós. kristinn var ekki einn um þessa afstöðu. eftir -
farandi lýsing Þórbergs er einnig góður vitnisburður um orðræðu
tímabilsins:
Þar bar hvergi fyrir mann með harðan hatt, engan með hvítan
flibba, engan í fínum rykfrakka, engan með göngustaf, engan
mann með pípuhatt, sem hefði getað verið að koma frá útfarar -
sýningu framliðins drykkjubróður. Þar sá maður hvergi þessa
flóttalegu braskara, sem fylla borgastræti auðvaldslandanna,
engan uppstrokinn búldogg með vel trygða vömb í sveita
þeirra, sem erfiða, ekki einn einasta mann, sem bæri þess minstu
merki, að hann ætti svo mikið sem illa hirtan erfðafestublett
einhvers staðar í útjaðri borgarinnar (19–20).
Þó var nauðsynlegt að feta hinn gullna meðalveg, því ekki mátti láta
lesendur halda að fólk hefði ekki nóg að bíta og brenna í Sovét -
ríkjunum. Þórbergur fullyrti til dæmis að þótt ekki „einn einasti
maður með ístru, ekki með svo mikið sem minstu drög til slíkrar lík-
amsskreytingar“ hafi orðið á vegi hans, hafi hann að sama skapi
engan séð sem „bæri það með sér að hann liði skort“ (19). ekki er þó
mikið um vísanir í íslenskt sveitasamfélag hjá þessum höfundum —
til þess var Ísland of líkt auðvaldslöndunum. Áskell greinir sig þar
að vissu leyti frá menntamönnunum þremur, þeim Halldóri, Þór -
bergi og kristni, en allir lögðu þeir þó mesta áherslu á að lýsa
þjóðskipulaginu í Sovétríkjunum og máta það við kapítalískt sam-
félag.
Þannig spegluðu Íslendingarnir sjálfa sig oft í Sovétmönnum en
á mismunandi hátt. Ólíkt Halldóri, Þórbergi kristni og Áskatli, sem
vildu yfirfæra sovétkerfið á Ísland, var Rannveig Tómasdóttir t.d.
ekki jafn sannfærð um að áætlunarbúskapur myndi henta Íslend-
ingum vel. Hún bar greinilega virðingu fyrir Sovétmönnum: „Hvergi
hef ég hitt fólk sem að því er virðist er ánægðara með hlutskipti
sitt“, en hún var ekki viss um að hún sjálf „eða við Íslendingar yfir-
„ekkert venjulegt skemmtiferðalag“ 121
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 121