Saga - 2010, Page 123
sjálfa sig í ókunnum aðstæðum. Þannig verða síðari tíma sovét-
ferðalýsingar mun líkari hefðbundnum ferðalýsingum, þar sem höf-
undarnir reyna að skemmta lesandanum og halda athygli hans með
vísunum í raunveruleika sem allir þekkja. Þó að litríkar mann-
lífslýsingar sé einnig að finna í eldri bókunum, yfirgnæfir þó sann-
færingin um ágæti sovétkerfisins frásögnina og afraksturinn verður
fyrst og fremst vitnisburður um pílagrímsferðir höfundanna. Bækur
skrifaðar eftir andlát Stalíns bera þess greinileg merki að aðstæður
eru gjörbreyttar, bæði innan og utan Sovétríkjanna, og þar af leiðir
að efnistök og framsetning breytast.
Ísland mætir Sovétríkjunum: Niðurstöður
en hversu mikla þekkingu höfðu ferðabókahöfundar á Sovétríkj -
unum áður en þangað var komið? Greinilegt er að höfundar eldri
ferðabóka höfðu lagt sig eftir að safna upplýsingum um land og
þjóð. Þeir kepptust við að vísa í skýrslur og skrif annarra máli sínu
(og upplifunum) til stuðnings. Þessir höfundar, líkt og þeir sem
Caute og Hollander vísa til, höfðu fyrirfram myndaðar skoðanir á
Sovétríkjunum og ferðasögur þeirra voru skrifaðar sem staðfesting á
hugsjónum. eins og Halldór Guðmundsson hefur sýnt, með aðstoð
annarra heimilda, sá Halldór Laxness ýmislegt í Sovétríkjunum sem
ekki passaði inn í þá mynd sem hann vildi gefa Íslendingum af
landinu og því hélt hann upplýsingum viljandi frá lesendum sínum
á fjórða áratugnum.
Höfundar yngri ferðalýsinganna, sem ekki voru eins sannfærðir
um ágæti sovétskipulagsins, höfðu vissulega aflað sér þekkingar á
áfangastaðnum. en í stað þess að vísa í skýrslur og tölfræðileg gögn
bera þeir upplifun sína saman við fyrri skrif um Sovétríkin, eigin
heimssýn og íslenskan veruleika. Þannig leita Rannveig og Thor
annarra skýringa á alvarlegu yfirbragði Sovétmanna en Þórbergur,
sem útskýrði hana með því að vísa í hátíðlega köllun þeirra. Rann -
veig er sannfærð um að drungaleg borgarmynd og látleysi í klæða -
burði eigi mesta sök á því hvernig fólkið kemur fyrir og Thor finnst
að auki fólk ekki hafa mikla ástæðu til að brosa, sé litið til þjáninga í
stríðinu og kjarnorkuógnar kalda stríðsins. Gagnrýni Thors beind-
ist einnig að hástemmdum lýsingum á gleði og einlægni Sovét -
manna og þannig má segja að síðari tíma höfundar kallist á við fyrri
ferðalýsingar, bæði ómeðvitað og meðvitað. Agnar talar t.d. lítillega
um undirbúning ferðalanganna og í því samhengi er áhugavert að
„ekkert venjulegt skemmtiferðalag“ 123
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 123