Saga - 2010, Page 129
karl aspelund
Ferðabók S.S. Howlands
frá Íslandi 1873
Nýlega fannst í Mugar-bókasafni Boston University örfilma sem
geymir tæplega þrjúhundruð síðna ferðadagbók Bandaríkja manns-
ins Samuel Shaw Howland, sem ferðaðist um Ísland ásamt félaga
sínum J.W. Beekman síðla sumars 1873.1 eftirgrennslan leiddi svo
í ljós að ferðasaga Howlands var áður óþekkt.2 Hvorki hafa fund-
ist tilvitnanir í textann, né heldur er handritsins nokkurs staðar
getið. Á að líta gæti handritið hafa legið óhreyft, jafnvel ósnert,
síðan ör film an var gerð 1980 en hún varð til sem hluti af átaki til
að varð veita handrit, gamla texta og fágæti í bókasöfnum New
york-ríkis og tilheyrir safni 489 örfilma sem er helgað sögu ljós-
myndunar.
Handritið sjálft hefur verið í vörslu George eastman House ljós-
mynda- og kvikmyndasafnsins í Rochester síðan 1950.3 Þangað
barst það sem hluti af gjöf safnarans Alden Scott Boyer (1887–1953)
frá Chicago, en gjöfin samanstóð af rúmlega 3000 bókum, tímaritum
og myndaalbúmum, ásamt myndavélum og ýmsum öðrum útbún -
aði myndasmiða sem hann hafði viðað að sér og spannaði alla sögu
Saga XLVIII:1 (2010), bls. 129–146.
S Ö G U R o G T Í Ð I N D I
1 efni tengt þessari grein var kynnt á 100. ársþingi Society for the Advancement of
Scandinavian Studies í Seattle í apríl 2010. Sumt af því efni sem birtist hér var
unnið undir handleiðslu og fyrir hvatningu Dr. Merry White og Dr. Charles
Lindholm, prófessora við mannfræðideild Boston University.
2 Höfundur þakkar erni Hrafnkelssyni forstöðumanni handritadeildar Lands -
bóka safns Íslands fyrir eftirgrennslan hans í mars 2009 og góð ráð í þessu efni.
Sjá Guðfinna Guðmundsdóttir, Erlendar frásagnir um Ísland : ferðabókasafn Þórðar
Björnssonar : bókaskrá (Reykjavík: Guðfinna Guðmundsdóttir 2007), og Sumarliði
Ísleifsson, Ísland, framandi land (Reykjavík: Mál og menning 1996).
3 George eastman House Library. S.S. Howland: Journal of a Trip to Iceland, July
11 – Sept 12, 1873. Alden Scott Boyer Collection, Box 9 (Manuscript).
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 129