Saga - 2010, Side 134
stórauðugu fólki komin — voru gefin saman í Newport í Rhode
Island-ríki árið 1877, birti New York Times andaktuga forsíðufrétt af
brúðkaupinu og sagði það „lengi hafa verið helsta umræðuefni fína
fólksins, enda um að ræða tvær fjölskyldur af háum stigum.“12
Hjón in áttu hús á Manhattaneyju en voru langdvölum í Washing -
ton. Þau áttu líka sumarhús í Mount Morris nálægt Roch ester. Þar
var hestabú Howlands, en hann varð fljótt þekktur fyrir stóðhesta
og veðhlaupagæðinga. Belmont-kappreiðarnar í New york bera enn
í dag nafn fjölskyldu Frederiku. Howland og mágur hans, August,
urðu leiðandi í ræktun og kynbótum veðhlaupahesta, sem og í
framkvæmdum og kynningum á kappreiðum.
Frederika lést á 25. brúðkaupsári þeirra, 1906.13 Lát hennar var
Howland þungbært og áttu vinir hans ekki von á að hann myndi
kvænast á ný, en sú varð þó raunin nokkrum árum síðar. Howland
var þá á sextugasta ári og brúðurin — ekkjan Leslie Mosby Wallace
— samkvæmt New York Times „eitthvað um þrítugt“. Vígslan fór
fram með mikilli leynd en Wallace var „vel þekkt í bæjarlífi New
york sem og í Newport.“14 Hjónaband þeirra varaði í næstum 16 ár,
eða þar til Howland lést í Monte Carlo þann 27. apríl 1925.15
Ferðalög virðast hafa verið jafnmikil ástríða Howlands og hest-
arnir. Hann lagði strax eftir brúðkaupin tvö í langferðir með brúðir
sínar. Þau Frederika sigldu til evrópu hálfum mánuði eftir brúð kaup
sitt, með það í huga að ferðast „um óákveðinn tíma“.16 og eftir leyni-
lega hjónavígslu sína í San Francisco sigldu þau Leslie samdægurs á
gufuskipi til Hong kong, þar sem hún var skráð sem systir hans á
farþegalistanum.17 Hann sagði vinum sem hann rakst á við skipshlið
að hann og „systir hans“ væru á leið til Austurlanda til að fá „langa
og nauðsynlega hvíld“.18 Austurlensku hvíldinni hefur þá verið lokið
1913 þegar fréttist af þeim í París þar sem þau höfðu leigt íbúð.19 Á
karl aspelund134
12 „Miss Belmont’s Wedding: The event of the Newport Season — $50,000 in
Presents“, New York Times 19. september 1877, bls. 1.
13 „Mrs. S.S. Howland Dead“, New York Times 1. júní 1902, bls. 9.
14 „S.S. Howland Weds Again“, New York Times 30. júní 1909, bls. 5.
15 „S.S. Howland Dies at Monte Carlo“, New York Times 29. apríl 1925, bls. 21.
16 „Miss Belmont’s Wedding“, New York Times 19. september 1877, bls. 1.
17 „S.S. Howland is Married“, Washington Post 30. júní 1909, bls. 5.
18 „S.S. Howland Weds Again“, New York Times 30. júní 1909, bls. 5.
19 „American exodus from Paris Still on“, New York Times 9. nóvember 1913, bls.
C2.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 134