Saga - 2010, Side 135
árum fyrri heimsstyrjaldar sést til þeirra ýmist í New york eða
Washington, en sumarið 1922 er „Mrs. S.S. Howland“ hins vegar
kynnt í veislu við konungshirðina í London.20
Smithsonian-safnið í Washington skráir sem eign sína í árs -
skýrslu 1914, „glæsilegt safn S.S. Howlands af trúarlegri list úr
búddískum sið … sem hr. Howland hefur safnað á ferðalögum sín-
um um heiminn, en hann hefur ferðast allt frá Íslandi til Burma“ og
nefnir einnig gripi frá Norður-Afríku og trúarleg handrit úr gyðing-
dómi.21 Í skýrslunni er þess sérstaklega getið að „gripirnir voru
flestir fengnir frá upprunalegum eigendum sínum“ og bendir það
til að How land hafi verið skipulagður og varkár safnari.22 Gripirnir
hafa verið komnir í safnið a.m.k. 10 árum fyrr, þar sem ritgerð í
skýrslu safnsins 1904 fjallar sérstaklega um búddísku munina.23
Ferðafélagi Howlands á Íslandi, James William Beekman (1847–
1908), var af svipuðum uppruna: yngsti sonur einnar af stórættum
New york-borgar, en hann var hins vegar afkomandi fyrstu holl -
ensku nýlendubúanna. Beekman, kallaður Willie eða J.W., útskrif -
aðist úr lagadeild Columbia-háskóla og fékk málflutningsréttindi
1871.24 Hann varð forseti Hollendingafélags New york og var
sæmdur orðu Riddara Óraníu-Nassau-reglunnar 1894.25 Hann var
ekki hestamaður eins og Howland heldur siglingamaður.26
Howland og Beekman vinguðust á skipsfjöl við hjónin Sigríði
einarsdóttur og eirík Magnússon, en eiríkur var þá á öðru ári í
stöðu bókavarðar í Cambridge eftir áratug á englandi. Með „the
Magnússons“ var systir Sigríðar, Soffía emilía einarsdóttir Sæ -
mund sen. Þar var einnig kunningi þeirra hjóna, skáldið og lista -
ferðabók s.s . howlands frá íslandi 1873 135
20 „Presented to king George“, New York Times 22. júní 1922, bls. 3.
21 Þrátt fyrir þessi störf og tengsl hafa — enn sem komið er — ekki fundist heim-
ildir um að Howland hafi haft menntun eða faglega þjálfun til slíkra verka.
22 Smithsonian Institution, United States National Museum, Report on the Pro gress
and Condition of the United States National Museum for the Year Ending June 30,
1914 (Washington: Government Printing office 1915), bls. 73.
23 Immanuel M. Casanowicz, „The S S Howland Collection of Buddhist Religious
Art in the National Museum“, Report of the U.S. National Museum during the
Year Ending June 30, 1904 (Washington: Government Printing office 1906), bls.
735–744.
24 Í farþegaskrám Þjóðólfs birtist hann sem „J.U. Beekman“. Sjá „Skipafregn“,
Þjóðólfur 24. júlí 1873, bls. 149, og „Skipafregn“, Þjóðólfur 20. sept. 1873, bls. 181.
25 „City Fathers Honored“, New York Times 18. jan 1894, bls. 3.
26 Sjá t.d. „yachting“, New York Times 4. júlí 1874, bls. 5.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 135