Saga - 2010, Blaðsíða 136
maðurinn William Morris, sem var á leið til Íslands í annað sinn, og
félagi hans William Faulkner.27
Þegar komið var til Reykjavíkur tók Sigríður Bandaríkjamennina
ungu að sér, útvegaði þeim geymslupláss og kynnti þá fyrir Geir
Zoëga sem kom þeim umsvifalaust fyrir hjá systur sinni og útbjó þá
fyrir ferðina. Zoëga gat ekki fylgt þeim sjálfur en lofaði þeim „góð um
dreng að nafni evindeur og greindarpiltinum Geir, frænda sínum. Sá
kann nokkur orð í ensku og þýsku, enda búinn að læra hið fyrrnefnda
í viku af bók! (17.8.)“.28 Í ferðabók Bayard Taylors, sem sendur var til
Íslands þjóðhátíðarárið 1874 á vegum New York Tribune, segir enn
fremur um þá: „Geir, frændi Zoëga, er dökkeygður, greindur piltur á
átjánda ári, eyvindur um þrítugt. Liðað dökkt hár og glæsileg hesta-
mennska gefur honum nánast yfirbragð Mexikana“.29
Fremst í handritinu er uppstillt ljósmynd af fjórmenningunum.
Þeir eru ferðaklæddir og nokkuð reffilegir á að líta. Bandaríkja -
menn irnir sitja með hund til fótanna, einbeittir á svip með barða -
stóra hatta og í háum stígvélum. Þeir eru skeggjaðir, hanskaklædd-
ir og báðir með keyri og pípur. Annar, dökkur yfirlitum, horfir út til
vinstri og heldur á pípunni. Hinn, ljósari, reykir sína pípu og horfir
í linsuna.30 Íslendingarnir tveir standa teinréttir fyrir aftan, annar
með staf og kaskeiti, hinn með hatt og hendur í vösum. Undir
mynd inni stendur skrautletrað: „Ferðahópurinn okkar“.31
Fyrsta kvöldið í landi voru Howland og Beekman komnir í
kvöldverð hjá „the Magnússons“ ásamt „slangri af skipsfélögum“
sínum. Systir Sigríðar bar fram matinn, klædd „á íslenskum móð“
(peysufötum) sem Howland lýsir af natni. en á þriðja kvöldi eru
þeir félagar hins vegar komnir þangað í kaffi:
karl aspelund136
27 Öll talin upp í íslenskum skipafregnum, t.d. „Skipafregn“, Þjóðólfur 24. júlí
1873, bls. 149.
28 „Zoëger [sic.], who speaks very good english, cannot go with us himself, but
promises us a good fellow named evendeur [sic.], and a bright boy, his nep-
hew Geir, who speaks a few words of english and German, having studied the
former one week from a book!“
29 Bayard Taylor, Egypt and Iceland in the year 1874 (London: G.P. Putnam’s Sons
1874), bls 226: „Geir, Zoega’s nephew, a darkeyed, intelligent youth of seven-
teen; eyvindur, a man of thirty, whose curling brown hair and dashing hor-
semanship gave him almost a Mexican air“.
30 enn sem komið er hefur ekki fundist ljósmynd af Howland. Á mynd úr New
York Times frá 1894 svipar Beekman frekar til „þess dökka.”
31 „our Party“.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 136