Saga - 2010, Page 138
Lena söng nokkur íslensk og sænsk lög og lék sjálf talsvert vel
undir á gítar meðan við reyktum og drukkum kaffi. Frú M. og
systir hennar, ungfrú Simonsen,32 leyfðu okkur varla að klára
hið síðarnefnda, áður en þær heimtuðu að við færum með
þeim að heilsa upp á eitthvað af fína fólkinu.33
Fyrst lá leiðin á biskupsheimilið, en séra Pétur var ekki heima.
(Howland hitti hins vegar biskup og dóttur hans sex vikum síðar.)
Þá var tekið hús hjá „Johnsen háyfirdómara og stórfjölskyldu
hans“.34 Lýsing Howlands af heimsókninni er frekar stutt:
Þó dætur hans tvær væru langt frá því að vera fríðar, voru þær
indælis stúlkur og kunnu eitthvað smávegis í ensku. Þær voru
mjög stoltar af saumavélinni sem þær áttu af Wheeler & Wil son-
gerð og röktu fyrir okkur ævisögu hverrar einustu maskínu í
plássinu.35
Daginn eftir var haldið af stað og stefnt á Heklu. Howland lýsir
landsháttum, hegðun og fatnaði fólks af nákvæmni og áhuga. Hann
lýsir vel búningum og er hrifinn af öllum matarkosti. Þann 23. júlí
njóta þeir t.d. miðdegisverðar á Stóru-Völlum hjá séra Guðmundi
karl aspelund138
32 Svo í handritinu. Hér á hann væntanlega við Sæmundsen. Hún er nafngreind
á réttan hátt síðar og villan hér er nokkuð rökrétt enda hljóma „Sæmundsen“
og „Simonsen“ eins ef bæði eru borin fram með enskum eða bandarískum
hreim. Þess háttar villa bendir til að hreinskriftin — handritið er án vafa hrein-
skrift — sé nánast beint upp úr ferðadagbókinni.
33 „Lena sang several Icelandic and Swedish songs accompanying herself very
nicely on the guitar while we smoked and drank coffee. Mrs. M and her sister
Miss Simonsen hardly gave us time to get through the latter, before they insis-
ted upon our calling with them upon some of the swells“ (7.20.).
Allar aðrar kvenpersónur sem Howland nefnir, að „Lenu“ undanskilinni,
eru titlaðar ‚Miss‘ eða ‚Mrs.‘ og því má álykta að um barn eða ungling sé að
ræða. „Lena“ gæti hafa verið „Lína“ stafsett samkvæmt eðlilegri ályktun
enskumæl andi manna (sbr. Sæmundsen/Simonsen).
34 „The whole of Chief Johnsen’s family (and Icelandic families are large) were at
home“ (20.7.).
Hér er líklega átt við Þórð Jónassen háyfirdómara og fjölskyldu hans.
Hann átti sjö börn, þar af þrjár dætur, tvær þeirra á svipuðu reki og ferðalang-
arnir. Howland bendir á stærð fjölskyldunnar: Hann var sjálfur yngstur 11
systkina.
35 „The two daughters, though far from being pretty, were nice girls and had a
smattering of english. They were very proud of their sewing machine, a
Wheeler & Wilson, and gave the whole history of every machine in the place”
(20.7.).
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 138