Saga - 2010, Page 139
Jónssyni (Morris og Faulkner höfðu farið þaðan fyrr um morgun-
inn):36
Heimilisfaðirinn og sonur hans snæddu með okkur meðan
ungfrúin gekk um beina. Veislan samanstóð af vel matreiddum
fjöruspóa og skyri (frábærum íslenskum rétti áþekkum ystingi)
og afskaplega góðu kaffi á eftir. Ánægjan af góðum málsverði
minnkaði einungis í litlum mæli við það að gestgjafi okkar
notaði neftóbak og fingur sína í sífellu.37
Þeir félagar klifu Heklu næsta dag og gistu síðan enn um nóttina á
Stóru-Völlum, þar sem heimasæta skartar þjóðlegum klæðnaði þeim
til skemmtunar og í kveðjuskyni. Svo var stefnan tekin norður. Með
viðkomu hjá Geysi fóru þeir um kalmanstungu og Grímstungur,
svo að Bólstaðarhlíð, Hólum, Bægisá og til Akur eyrar. Þaðan fóru
þeir um Goðafoss og að Mývatni, þar sem fréttist enn af William
Morris rétt á undan þeim. Hann hafði tjaldað í fjögurra mílna fjar-
lægð.
Í Reykjahlíð sneru þeir tilbaka og á Akureyri rákust þeir á ensku
bræðurna Alfred og eustace Mandsley, sem stefndu í vesturátt og
suður til Reykjavíkur á öðrum mánuði hringferðar sinnar um landið.
Þeir urðu samferða að Miklabæ og taldi lest þeirra 27 hesta (13.8.)
Bræðurnir fóru sér hægar, meðan Howland og Beekman stefndu á
Snæfellsnes um Reyki, Víðidalstungu, Breiðabólsstað og Miklaholt.
Neftóbaksnotkunin á Stóru-Völlum hefur ekki alveg rænt menn
skyrlystinni, því í Víðidalstungu fékk Howland fyrir rest leiðbein-
ingar um skyrgerð skrifaðar upp hjá húsfreyjunni þar.38 Uppskriftin
hefst svo: „Til að gjöra skyr þarf maður fyrst að f taka hafa maga úr
kálfi, sem hefur verið látinn lifa 2 nætur“ [útstrikanir húsfreyju]39.
Á eftir uppskriftinni er sett inn í handritið þýðing Sigríðar
Magnússon á henni og þar á eftir smábréf hennar til Howlands:
ferðabók s.s . howlands frá íslandi 1873 139
36 Sjá William Morris, The Collected Works of William Morris (London: Longman,
Green 1911), bls. 194.
37 „The father and son both dined with us while Mademoiselle waited on table.
Well cooked curlew and ‘skyr’ (a great Icelandic dish resembling curds)
comprised the feast, with a cup of very good coffee for desert, the pleasure of
a square meal being only in a measure destroyed by our host’s constant use of
snuff and fingers“ (23.7.).
38 Væntanlega elínborg Friðriksdóttir Vídalín, f. eggerz (f. 9. ágúst 1833, d. 28.
nóv. 1918) húsmóðir. Sjá Vef. http://www.althingi.is/altext/thingm/030327
0008.html?knt=0303270008, skoðað 9. febrúar 2010.
39 Bundið inn í handritið í færslunni frá 17. ágúst.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 139