Saga - 2010, Side 140
26. Bateman Street, Cambridge. 7. október ‘73.
kæri Herra Howland.
Hér fylgir með uppskriftin um skyrgerð og ég vona að þú skiljir
þýðinguna, þó ég verði að viðurkenna að hún er dálítið flókin.
ef þú skyldir eiga í einhverjum erfiðleikum — sem er alls ekki
ólíklegt — við að lesa hrafnasparkið mitt eða enskuna mína, þá
mun ég glöð útskýra hvaðeina sem þér þóknast þegar þú kem-
ur að heimsækja okkur til Cambridge. Ég hef skrifað hr. Beek -
man og beðið hann að láta mig vita hvenær þið komið. Með
bestu kveðjum er ég þín sem fyrr, með sanni,
Sigríður e. Magnússon.40
eftir tveggja nátta dvöl að Búðum héldu ferðalangarnir upp á
tuttugu og fjögurra ára afmæli Howlands þann 28. ágúst á leið að
Reykholti. Veður var kalt og skýjað, með norðanvindi, og útlitið var
ógnvekjandi til fjalla. Þeir ákváðu því að leggja árar í bát og gera
afmælisdaginn að hvíldardegi:
Matreiðsluhæfileikar Beekmans voru kallaðir til og til viðbótar
við fiskibollur í morgunmat, voru karamellur í hádeginu. Þökk
sé hundunum, þá urðum við að kæla þær á grafaraskóflu sem
við lögðum milli tveggja legsteina, en þær voru jafngóðar fyrir
það. Geir sór að hann hafði aldrei smakkað neitt jafn gott, en ég
verð að viðurkenna að ég hef fengið betra (28.8.).41
karl aspelund140
40 Bréf bundið inn í handritið aftan við þýðingu á skyruppskrift við færslu 17.
ágúst:
Bréfhaus: 26. Bateman Street, Cambridge.
october 7. 73.
Dear Mr. Howland
I enclose your paper on ‘skyr’-making and hope you may be able to understand
the translation of it though — I admit — it is a little complicated, but if you
should find any difficulty — which is not at all unlikely — to read my scribb-
ling or my english [sic.] — I shall be most happy to explain anything you like
when you come up to Cambridge to pay us a visit. I have written to Mr.
Beekman, and asked him to let me know what day you are coming. With kin-
dest regards, I remain, yours truly
Sigríður e. Magnússon.
41 „Beekman’s skill as a cook is brought into requisition, and besides having fish -
balls for breakfast, we had caramels for lunch. To be sure, thanks to the dogs,
our only place to cool them was on a grave-digger’s shovel, between two
grave stones, but they tasted just as good for all that. Geir vowed they were the
best things he had ever eaten, but I must confess to have had better“.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 140