Saga - 2010, Qupperneq 143
vík.“50 eitthvað hafa samræðurnar yfir toddý og kampavíni verið
alvarlegri en Howland lætur í veðri vaka. Hjaltalín vitnar í fund
þeirra þegar hann skrifar í Þjóðólf til að andmæla hugmyndum um
kanada-flutninga nærri þrem árum síðar:
…einna mest þóttumst vjer þó sannfærðir um þá villu, er það
væri að hlaupa hjeðan í hópatali, af tveimur ungum amer-
íkönskum lærðum mönnum er hjer voru um sumarið 1873, og
sem eptir að hafa ferðast yfir mikinn hluta Íslands, kváðu þann
dóm upp í opinberu samsæti, að þeir álitu það hina mestu fá -
visku fyrir fólk sem hér ætti eignir eða óðul, eða eitthvað fast,
að hlaupa frá þeim til Vesturheims út í óvissuna, þar sem þeir
álitu það mikið efunarmál, hvort Ísland, þegar öllu væri á botn-
inn hvolft, og allt væri rjettilega yfirvegað, væri yfirhöfuð að
tala nokkuð lakara land til ábúðar en meginhlutinn af Vestur -
heimi. Báðir þessir menn voru sjerdeilislega vel að sjer, þeir
voru frá Nýju-Jórvík, hjet annar þeirra I.W. Beckman [sic.] en
hinn S.S. Howland, og höfðu fengið hina bestu menntun og
höfðu þar að auki farið um alla Ameríku, mikinn hluta
Norðurálfunnar og Affríku, og svo voru þeir eptirtektarsamir
með allt það er þeir höfðu sjeð hjer á landi, að mjer fannst mjög
um það, hversu ítarlega og nákvæmlega þeir höfðu tekið hjer
eptir öllum hlutum og gat það eigi annað en gjört töluverð áhrif
á mig, þar sem það í flestum greinum kom heim við það, er jeg
áleit sannast og rjettast.51
Þegar liðið var á kvöld var önnur hestaskál drukkin hjá Geir Zoëga.
Síðan réri hópurinn allur út að Díönu — þeir bresku, þeir banda-
rísku, Zoëga, Geir, eyvindur og Gestur fararstjóri Mandsley-bræðr -
anna — „og þannig voru kvaddar Íslandsstrendur“, skrifar How -
land. „Þeir virtust með sanni vera daprir að skilja við okkur og við
vorum vissulega meira en sorgmæddir að yfirgefa þá. Allir vorum
við sammála um að vænna og vingjarnlegra fólk höfðum við aldrei
fyrirhitt“ (4.9).52
ferðabók s.s . howlands frá íslandi 1873 143
50 „… amid much talking on many subjects on his part, and the drinking of poor
champagne on ours (didn’t we feel it next day) [we] paid our last visit in
Reykjavik“ (4.9.).
51 J. Hjaltalín, „Nýja Ísland í kanada“, Þjóðólfur 6. apríl 1876, bls. 55.
52 “… and so bid farewell to the shores of Iceland. The men seemed really sorry to
leave us and we were certainly more than grieved to go. kinder and pleasanter
people we all agreed never to have met“ (8.31.).
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 143