Saga - 2010, Síða 144
Díana sigldi til kaupmannahafnar með viðkomu í edinborg.
Sigríður einarsdóttir Magnússon var einnig um borð, án eiríks.
Meðal annarra farþega voru Jón Andrésson Hjaltalín og Sveinbjörn
Sveinbjörnsson tónskáld á leið til Bret lands. Til kaupmannahafnar
héldu hins vegar Þóra Pétursdóttir, biskupsdóttirin úr brúðkaups-
veislunni, og eins Jón Sigurðsson og Ingibjörg kona hans.53 Lítið er
um lýsingar af lífinu um borð, enda hvassviðri á leiðinni og hugs-
anlega ekki um margt að skrifa. Færsl urnar, sem áður skipta ein-
hverjum blaðsíðum, styttast í þrjár til fimm línur. Howland nefnir
t.d. einn morgun í Berufirði ekkert annað en að hann hafi skemmt sér
við að fylgjast með „the Coryphée“, þ.e. Þóru biskupsins, teikna
(7.9).54 Þann 12. september í edin borg skilur hann við Willie Beek -
man hjá foreldrum hans og systur, sem þar biðu hans, og heldur til
London með næturlestinni ásamt Mandsley-bræðrunum. Þar endar
sagan úr Íslandsferð Howlands.
Skal nú enn lýst Íslandi?
Árið 1894 þegar karl Grossman læknir (1851–1916) flutti konung -
lega landfræðifélaginu í London skýrslu sína um Íslandsferðalag
sitt, fann hann sig knúinn til að hafa á henni örlítinn formála.55
Hann benti á að við fyrstu sýn gæti það þótt ofrausn að flytja félag-
inu frásögn af leiðangri um Ísland. Slíkar frásagnir færu jú að miklu
leyti troðnar slóðir og væru engan veginn fágæti:
Það virðist næstum sem ferð til Íslands leiði beinlínis til meira
eða minna ofsafengins skrifæðis við heimkomuna. enginn virð -
ist sleppa undan þessum kvilla, jafnvel ekki þeir sem hafa —
eins og Sir Richard Burton orðar það af frekar lítilli virðingu —
‚farið lágstéttarrúntinn að Geysi‘ og hugsanlega líka Heklu.“56
og Howland var ekki heldur fyrstur úr sinni sveit. Tveir Banda -
ríkja menn höfðu birt ferðalýsingar frá Íslandi áður en Howland
karl aspelund144
53 Sjá „Skipafregn“, Þjóðólfur 20. september 1873, bls. 181.
54 Af einhverjum ástæðum er hér spurningarmerki innan sviga í handritinu.
55 karl Grossman, M.D. „Across Iceland“, The Geographical Journal III: 4 (1894),
bls. 261–281.
56 karl Grossman, „Across Iceland“, bls. 261: “[I]ndeed, it almost looks as though
a visit to Iceland is necessarily followed by a more or less violent attack of the
furor scribendi, a complaint from which usually not even those escape who —
as Sir Richard Burton somewhat disrespectfully expresses it — have only ‘done
the cockney trip to the Geysirs’, and possibly to Hekla.“
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 144