Saga - 2010, Qupperneq 148
Vesturlöndum var „gullöld“ í hagkerfinu, sem þandist út. Sagn -
fræðingurinn eric Hobsbawm telur að tæknibylting hafi að veru-
legu leyti verið aflvaki efnahagsbatans.3 Hann bendir á að gerviefni,
hátæknivörur, fjarskipti og gríðarleg fjölbreytni neysluvarnings hafi
gerbreytt lífi almennings og að rannsóknir og þróun hafi í fyrsta
sinn orðið höfuðatriði í hagvextinum.4 Tunglferðirnar ber því að
skoða í ljósi hagvaxtar, tæknibyltingar og trúar á að fátt gæti stöðvað
framfarir. kapphlaupið um geiminn varð eðlilegur hluti af þeirri
útbreiddu sannfæringu að ekkert væri ómögulegt.
Ferðalög geimfaranna upp á íslenska hálendið voru sannarlega
fréttnæmir atburðir á sínum tíma. Hingað til lands voru komnir
sumir þeir einstaklingar sem fyrstir allra fóru út í geiminn og hingað
voru líklega komnir þeir sem fyrstir myndu stíga fæti á tunglið.
Margar spurningar vakna þegar farið er að skoða þessa atburði nán-
ar í ljósi sögunnar: Hvaða tunglfarar komu til Íslands? Hvernig var
þjálfun þeirra hér á landi háttað? Hvaða þýðingu hafði þjálfunin á
Íslandi? Hvers vegna varð Ísland fyrir valinu sem þjálfunarstaður?
Hafði þjálfun tunglfaranna hér á landi þýðingu fyrir landið? Í grein-
inni er saga ferðalaganna tveggja sögð og svör við ofangreindum
spurningum hugleidd. einkum er stuðst við gögn frá Bandarísku
geimferðastofnuninni (NASA),5 íslensk dagblöð frá 1965 og 1967,6
viðtöl við níu Íslendinga sem fóru með geimförunum um hálendið7
ingólfur ásgeir jóhannesson148
3 Sama heimild, bls. 281.
4 Sama heimild, bls. 283.
5 Meðal gagna frá NASA eru úrklippur úr bandarískum dagblöðum og ljósrit af
myndum sem voru teknar meðan á þjálfuninni á Íslandi stóð. NASA hefur fjöl-
breyttan vef, m.a. um sögu stofnunarinnar og geimferðanna, sjá : http://www.
nasa.gov/topics/history/index.html, skoðað 15.7.2009.
6 Lesin voru dagblöðin Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Tíminn, Vísir og Þjóðviljinn
8.–20. júlí 1965 og 27. júní–10. júlí 1967. einnig var blaðið Dagur lesið.
7 Viðtöl. Höfundur við Guðmund e. Sigvaldason jarðfræðing, kára Jónasson
blaðamann og Sverri Pálsson fyrrv. fréttaritara og ljósmyndara Morgunblaðsins
í október og nóvember 2003, við bílstjórana eystein Reynisson, Ómar Hafliða -
son og Vernharð Sigursteinsson í nóvember og desember 2006 og við blaða -
mennina Andrés Indriðason, kjartan Thors (síðar jarðfræðing) og Tómas
Tómasson aðstoðarkokk í janúar 2007. Samtals var því rætt við níu Íslendinga
um ferðalögin. eysteinn, Sverrir, kári, Ómar og kjartan komu á fyrirlestra sem
ég flutti um efnið í AkureyrarAkademíunni þann 25. september 2008, Reykja -
víkurAkademíunni 4. mars 2009 og Listasafni Reykjavíkur 31. janúar 2010, og
þar komu fram viðbótarupplýsingar sem einnig er stuðst við í greininni.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 148