Saga - 2010, Page 149
og viðtal við einn tunglfaranna, Harrison H. Schmitt, sem stjórnaði
þjálfuninni á Íslandi.8
Hvaða geimfarar komu til Íslands?
Geimferðaáætlun Bandaríkjanna varð strax í kjölfar spútniksjokksins
talsvert umfangsmikil og miðaði m.a. að því að koma mönnuðu
geimfari til tunglsins. Mercury var fyrsta áætlunin og fóru sex
mönnuð för undir því heiti út í geiminn á tímabilinu maí 1961 til
maí 1963, allt einmenningsför.9 Næsta áætlun nefndist Gemini. Í
Gemini-förunum var tvímennt og fóru tíu slík för út í geiminn á
tímabilinu mars 1965 til nóvember 1966.10 Flaugarnar sem flugu til
tunglsins báru heitið Appolló. Sú fyrsta þeirra, sem var mönnuð, hét
Appolló 7. Hún flaug í október 1968 í kringum jörðina og hið sama
gerði Appolló 9. Appolló 8. og 10. flugu síðan hring um tunglið en
loks lenti Appolló 11. á tunglinu þann 20. júlí 1969.11 Þrír voru í
hverri Appolló-áhöfn.
Alls lentu tólf Bandaríkjamenn á tunglinu á tímabilinu júlí 1969
til desember 1972.12 Allir tunglfararnir tólf (sjá töflu 1) voru flug-
menn, nema Schmitt, ýmist orrustu- eða tilraunaflugmenn, flestir
skráðir í herinn.
Níu af þeim tólf geimförum sem lentu og gengu á tunglinu voru
þjálfaðir á Íslandi, þeir Armstrong, Aldrin, Bean, Mitchell, Scott,
Irwin, Duke, Cernan og Schmitt, ýmist 1965 eða 1967. Til viðbótar
tunglförunum níu ferðuðust sjö af Íslandsförunum hringinn í kring-
um tunglið við ólík tækifæri. William Anders, sem var þjálfaður á
Íslandi bæði 1965 og 1967, fór með Appolló 8., sem flaug hringinn í
kringum tunglið á aðfangadagskvöld jóla 1968, og Russell Schwei -
ckart, sem var þjálfaður hérlendis 1965, fór með Appolló 9., einnig
hringi um tunglið. Fred Haise, þjálfaður á Íslandi 1967, var í Appolló
„þetta voru ævintýraferðir“ 149
8 Viðtal. Höfundur við Harrison H. Schmitt vorið 2004 á skrifstofu hans við
Wisconsin-háskóla í Madison. (Í mörgum heimildum er notað gælunafnið
Jack.) Hluta gagna var aflað í rannsóknarleyfi sem Háskólinn á Akureyri veitti
mér veturinn 2003–2004.
9 Vef. „Chronology of U.S. Astronaut Missions (1961–1972)“, http://nssdc.gsfc.
nasa.gov/planetary/chrono_astronaut.html, skoðað 2.2.2010.
10 Sama heimild.
11 Sama heimild.
12 Vef. The Appollo Missions, http://www.hq.nasa.gov/office/pao/history/
appollo/welcome.html, skoðað 12.11.2003.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 149