Saga - 2010, Page 151
Bean, sem var hér 1965, og þrír þeir fyrstnefndu eru úr hópi vís-
indageimfaranna.
Íslandsdvöl geimfara
Geimfararnir komu sem fyrr segir tvívegis til Íslands til æfinga.16 Í
fyrra skiptið, þ.e. í júlí 1965, komu ellefu geimfarar, allt karlar, ásamt
föruneyti til undirbúningsþjálfunar vegna tunglferðanna. Þeir höfðu
áður verið þjálfaðir í 19 mánuði fyrir tunglferðirnar. A.m.k. einn
þeirra, William Anders, sem síðar flaug með Appolló 8., hafði dvalið
„þetta voru ævintýraferðir“ 151
Við Grjótagjá í Mývatnssveit sumarið 1967. Geimfararnir í baksýn að borða
nesti, en fremst blaðamenn og bílstjórar: frá vinstri Árni Gunnarsson, síðar
alþingismaður, Guðmundur Jónasson, kári Jónasson, NN, Sverrir Pálsson,
Ingi mundur Magnússon, Óli Tynes og kristmann eiðsson. — Ljósm. óþekktur.
Mynd í eigu Sverris Pálssonar.
16 Ferðasögubrotin eru einkum byggð á frásögnum og viðtölum í Alþýðublaðinu,
Degi, Morgunblaðinu, Tímanum, Vísi og Þjóðviljanum. Sjá einnig Vef. NASA,
Appendix E. Geology Field Exercise. Early Training, http://history.nasa.gov
/alsj/ap-geotrips.pdf, skoðað 16.11.2003, auk fleiri gagna frá NASA. Sjá enn-
fremur fyrrnefnd viðtöl við níu Íslendinga og við Harrison H. Schmitt geim-
fara. Þá hlýddi ég á upptöku af útvarpsþættinum Vinkli: Geimfarar á hálend-
inu í Ríkisútvarpinu, rás 1, 10. júní 2000.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 151