Saga - 2010, Síða 153
farahópinn. enn voru allir geimfararnir karlar. Í hópnum sem kom
til Íslands 1967 munu hafa verið einstaklingar með minni þjálfun að
baki en þeir sem komu 1965, þótt í síðari hópnum væru líka reynd-
ir geimfarar. Að þessu sinni dvöldu geimfararnir hér á landi 1.–8.
júlí.19 Með hópnum voru eins og í fyrri ferðinni þeir Sigurður
Þórarinsson og Guðmundur e. Sigvaldason.
Fimm geimfaranna fóru með bílum upp í Öskju þann 1. júlí en
18 til viðbótar flugu með tveimur flugvélum suður í Grafarlönd og
þaðan var farið með þá upp að Dyngjufjöllum og gist á söndunum
austan Drekagils eins og í fyrri ferðinni.20 Sem fyrr voru geimfar-
arnir eingöngu karlar. Um kvöldið var haldinn fyrirlestur nokkuð
sunnan Drekagils í öðru gili, sem þá var nafnlaust en hefur síðan
gjarna verið kallað Nautagil í höfuðið á „astronautunum“ (geimför-
unum) sem á fyrirlesturinn hlýddu. Morguninn eftir, á leiðinni frá
Drekagili upp í Öskjuop, komust ferðalangarnir ekki alla leið
akandi, bara áleiðis upp í nýja hraunið frá 1961. Á leiðinni festist
hópferðabifreið Guðmundar Jónassonar, R-342, í skafli. Þá kom sér
vel að geta spennt geimfarana fyrir bílinn með löngu tógi svo unnt
væri að draga hann úr skaflinum.21
Geimfararnir fengu loftmynd og segulbandstæki til að takast á
við það verkefni að reyna að skýra myndun Öskjudalsins, sem er
sigdalur og hefur því ekki myndast vegna rofs eða veðrunar. Þá áttu
þeir að lýsa þeim bergtegundum sem eru umhverfis Öskjuvatnið,
segja nokkurn veginn til um aldur þeirra og reyna að finna frá
hvaða gígum þær hefðu komið. Loks áttu þeir að gera sér grein fyrir
því hvernig Öskjuvatn sjálft hefði myndast.
Á leiðinni til baka, í Herðubreiðarlindum, þreytti hópurinn eins
konar próf þar sem Sigurður Þórarinsson og Guðmundur e. Sig -
valda son létu geimfarana gera grein fyrir jarðfræðilegum niður stöð -
„þetta voru ævintýraferðir“ 153
19 ein nákvæmasta frásögnin er í Tímanum 4. júlí.
20 Heimildum ber ekki alveg saman um fjöldann því að einhverjir þeirra sem
hingað áttu að koma heltust úr lestinni á síðustu stundu, skv. því sem fram
kemur í Tímanum 4. júlí 1967, bls. 14. Morgunblaðið (t.d. á forsíðu 1. júlí 1967) og
Vísir (t.d. á forsíðu 3. júlí 1967) halda því fram að geimfararnir hafi verið 25 og
í Tímanum koma fram tvær tölur, 23 (á forsíðu 28. júní 1967) og 22 (á forsíðu 4.
júlí 1967). Á skrám NASA eru 23 nöfn og er hér miðað við þá tölu. Vef.
Appendix e. Geology Field exercise. early Training, sjá http://history.nasa.gov
/alsj/ap-geotrips.pdf, skoðað 16.11.2003.
21 Viðtöl. Höfundur við eystein Reynisson, 13. nóvember 2006, og Vernharð
Sigursteinsson, 5. desember 2006.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 153