Saga - 2010, Page 155
ur e. Sigvaldason.25 Þó var maturinn sjálfur hefðbundinn, svo sem
nautakjöt og kjúklingakjöt, en í lofttæmdum umbúðum eða niður -
suðudósum. Í skömmtunum voru líka salernispappír, vindlingar og
tyggigúmmí.26 Í síðari ferðinni var með í för eldhústjald frá Guð -
mundi Jónassyni. Í útvarpsþætti árið 2000 sagði Guðmundur e. Sig -
valdason frá því að þeir Íslendingar sem voru með í för hafi talið
forráðamenn þjálfunarferðanna á að hafa íslenska kokka með „til að
spara tíma“, þótt í raun og veru væri það ekki síst styrjaldarmatur-
inn sem þeir vildu vera lausir við.27
Ómar Hafliðason var bílstjóri á trússbíl Guðmundar Jónassonar,
sem flutti eldhústjald, vistir og annan útbúnað í ferðinni 1967, og
Tómas Tómasson var aðstoðarkokkur og bryti í sömu ferð. Tómas
var á þessum árum íhlaupamaður hjá Guðmundi Jónassyni sem
kokk ur. Þegar síðan þurfti að matbúa fyrir geimfarana fór Guð -
mund ur fram á það við Tómas að hann tæki að sér matseldina.
Tómas kvað ómögulegt annað en að fá betri kokk — ekki væri hægt
að bjóða geimförunum upp á venjulegan íslenskan fjallamat. Þá var
fenginn til starfsins Harry kristján kjærnested, yfirkokkur á Hótel
Loftleiðum, enda „alvanur að kokka ofan í kana“ eins og Tómas
orðaði það, því að Harry hafði unnið hjá bandaríska hernum. Tómas
sá hins vegar um innkaupin eftir fyrirmælum Harrys og var honum
til aðstoðar við eldamennskuna. eldaður var margs konar matur.
Tómas nefndi sem dæmi að Harry hefði útbúið „beikon og scrambled
eggs“ (eggjahræru) í morgunmat. Hangikjöt var þó „alveg á bann-
lista, skinka mátti vera en ekki hangikjöt“.28 Tómas eldaði tvívegis,
í bæði skiptin íslenska kjötsúpu, fyrst í Herðubreiðarlindum og
síðan við Mývatn. Þegar mýflugur settust í súpuna leist geimförun-
um ekki á blikuna. Tómas fékk sér þá disk og skóflaði upp í sig
súpu með flugum í. eftir að hafa fengið staðfestingu læknis banda-
ríska hópsins á því að líklega væri óhætt að borða súpuna úr því að
„þetta voru ævintýraferðir“ 155
25 Viðtal. Höfundur við Guðmund e. Sigvaldason, 7. nóvember 2003. Aðrir sem
brögðuðu matinn staðfesta álit Guðmundar á honum.
26 Tíminn 4. júlí 1967, bls. 1. — Viðtal. Höfundur við kára Jónasson, 7. nóvember
2003.
27 Útvarpsþáttur. Vinkill: Geimfarar á hálendinu. Ríkisútvarpið, rás 1, 10. júní
2000.
28 Viðtal. Höfundur við Tómas Tómasson, 26. janúar 2007. Tómas sagði að
ástæðan fyrir þessu banni hefðu verið nýbirtar niðurstöður rannsókna sem
sýndu að hangikjötsneysla gæti valdið krabbameini.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 155