Saga - 2010, Page 156
hann, sá innfæddi, „dræpist ekki“ tóku geimfararnir til matar síns.29
Í Veiðivötnum veiddu geimfararnir silung sem var eldaður fyrir
hópinn. Geimfararnir slepptu þó mestu af aflanum og gengu við
það alveg fram af sumum íslensku samferðamönnunum.30
Geimfararnir gerðu sér ýmislegt til afþreyingar, svo sem að leika
knattspyrnu við Íslendingana31 og spila bridge32 og fjárhættuspil
upp á dollara og krónur.33 Milli æfingaferðanna upp á hálendið fóru
þeir á hestbak og í svifflug sunnan heiða, hvort tveggja í boði Loft -
leiða34, og í veiði í Laxá við Helluvað í Mývatnssveit. Þar renndu
Neil Armstrong og William Anders fyrir silung og fékk Anders þrjá
væna. Armstrong og Anders fóru einnig á ball í Skjólbrekku með
Guð mundi e. Sigvaldasyni. og á dansleik á Hótel Sögu kom ung
kona til Armstrongs, hlammaði sér í fangið á honum og söng lag-
línuna „Fly me to the moon“.35 Sumir geimfaranna komust ekki inn í
Sjallann á Akureyri af því að þeir höfðu ekki hálsbindi. Þetta var
leyst þannig að þeir sem inn voru komnir létu bindi sín síga út um
klósettglugga.36 „Þetta voru skemmtilegir strákar“ eins og Ómar
Hafliðason komst að orði.37
Áhugi íslenskra fjölmiðla
koma geimfaranna hingað til lands vakti töluverða athygli og mik-
ill fréttaflutningur var í báðum tilvikum. Ríkisútvarpið sendi frétta-
mann, Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Tíminn og Vísir gerðu málunum
einnig góð skil með fréttum og viðtölum og flest blaðanna sendu
blaðamenn upp að Dyngjufjöllum í bæði skiptin, jafnvel ljósmyndara
með eins og Morgunblaðið gerði. erlendir fjölmiðlar voru einnig á
ferðinni sem og Iceland Review.38
ingólfur ásgeir jóhannesson156
29 Viðtal. Höfundur við Tómas Tómasson, 26. janúar 2007.
30 Viðtal. Höfundur við Ómar Hafliðason, 24. nóvember 2006, og Tómas Tómas -
son, 26. janúar 2007.
31 Tíminn 4. júlí 1967, forsíða.
32 Sama heimild.
33 Alþýðublaðið 4. júlí 1967, bls. 15.
34 Morgunblaðið 30. júní 1967, bls. 2.
35 Viðtal. Höfundur við Guðmund e. Sigvaldason, 7. nóvember 2003.
36 Viðtal. Höfundur við Ómar Hafliðason, 24. nóvember 2006. — Þetta atvik
minnir mjög á samskipti við Sjallann þegar ég var í Menntaskólanum á
Akureyri nokkrum árum síðar, upp úr 1970.
37 Viðtal. Höfundur við Ómar Hafliðason, 24. nóvember 2006.
38 Á þessum tíma var aðeins ein útvarpsstöð á Íslandi, Ríkisútvarpið. Dagblöðin
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 156