Saga - 2010, Side 157
„Þetta voru ævintýraferðir“, sagði kári Jónasson.39 eitt af ævin -
týrunum snerist um það hvernig ætti að koma fréttum til byggða
enda var þetta fyrir daga farsíma af nokkru tagi. Talstöðvar voru þá
í notkun en drógu ekki alla leið frá Dyngjufjöllum til Reykjavíkur
þannig að aðrir talstöðvareigendur báru á milli það sem blaðamenn-
irnir vildu koma á framfæri. Talstöð var líka notuð þegar pantað var
áfengi handa geimförunum til að undirbúa Sjallaferðina. Notað var
dulmálið hvít skyrta fyrir vodka og blá fyrir viskí.40 Bæði árin var
flugvél send upp að Dyngjufjöllum til að sækja efni fyrir fjölmiðl -
ana, svo sem spólur, handrit og filmur. Troðin var flugbraut með
jeppum og ef þeir gátu ekið þar á 60 km hraða var talið óhætt að
lenda.41 Flugvélarnar komu líka með ýmsan búnað, t.d. varahjól-
barða undir bíl kjartans Thors blaðamanns í fyrra ferðalaginu.42
Aðgangi blaða- og fréttamanna að geimförunum virðist hafa
verið vel stýrt. Þannig voru þeir aðeins með á hluta ferðalagsins, þ.e.
norðanlands, en voru ekki með geimförunum meðan þeir voru
þjálfaðir sunnan heiða. kári Jónasson sagði í samtalinu 2003: „Mér
dettur það núna í hug hvort þeir hafi komið til Íslands til að geta
þjálfað í friði“.43 Þetta var „vernduð hjörð“, sagði Andrés Indriða -
son.44 Ómar Hafliðason telur að reynt hafi verið að halda blaða -
mönnunum frá geimförunum, „sérstaklega var mikil ásókn í Arm -
strong“ sem þá var talinn líklegur kandídat í tunglferð og hafði auk
þess komist í fréttirnar eftir nauðlendingu Gemini 8.45 Blaða menn -
irnir höfðu þó góðan aðgang að þeim meðan þeir voru ekki við
æfingarnar sjálfar. Fyrst í stað gætti einhverrar tortryggni, en það
„þetta voru ævintýraferðir“ 157
voru ýmist í eigu stjórnmálaflokkanna eða tóku skýra afstöðu með einum
flokki umfram aðra. Flest flokksblöðin voru þó einnig fréttablöð, ekki síst
Tíminn sem gerði ferðalögum geimfaranna sérlega ítarleg skil. Ríkisútvarpið
hóf sjónvarpsútsendingar á árinu 1966 en fyrstu árin var ekki sjónvarpað í júlí
og í heimildum mínum kemur hvergi fram að Sjónvarpið hafi sent frétta- eða
myndatökumann á staðinn.
39 Viðtal. Höfundur við kára Jónasson, 7. nóvember 2003.
40 Sama heimild.
41 Sama heimild.
42 Viðtal. Höfundur við kjartan Thors, 26. janúar 2007.
43 Viðtal. Höfundur við kára Jónasson, 7. nóvember 2003.
44 Viðtal. Höfundur við Andrés Indriðason, 22. janúar 2007.
45 Viðtal. Höfundur við Ómar Hafliðason, 24. nóvember 2006, og Vernharð
Sigursteinsson, 5. desember 2006. Sjá einnig Vef. The Manned Flights http://
www-pao.ksc.nasa.gov/kscpao/history/gemini/flight-summary.htm, skoðað
3.3.2010.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 157