Saga - 2010, Síða 160
Texas, Nýju-Mexíkó, oregon, Hawaii, Nevada og Alaska að skoða
mismunandi tegundir af grjóti.59 Að sögn Schmitts, sem var einn
þeirra geimfara sem skipulögðu þjálfunina hér á landi í síðari
ferðinni, var Ísland ekki síst valið vegna þess að hér á landi eru
gróðurlaus svæði með grjóti sem líffræðileg ferli hafa lítið raskað.60
Flestar skriflegar heimildir frá NASA styðja það mat Schmitts að
hér á landi hafi fyrst og fremst farið fram almenn þjálfun í jarðfræði.
Í öðrum heimildum, m.a. sögubroti frá NASA um þjálfunina 1965,
er minnst á tvær lífseigar sögur um geimfaraþjálfunina á Íslandi,
þ.e. að Ísland hafi verið líkast tunglinu af þeim stöðum sem æft var
á og að „tunglleikur“ hafi verið stundaður þegar æfingarnar fóru
fram hér á landi árið 1965.61 Jarðfræð ingurinn Alfred H. Chidester,
sem kom með geimförunum í fyrri ferðinni, sagði einnig í blaða -
viðtali: „Geimförunum er sérstaklega ætlað að kynnast einveru í
landslagi sem líkur benda til að sé svipað því sem þeir eiga eftir að
kynnast á tunglinu“.62 Tungl leikurinn fólst í því að geimfararnir
voru paraðir saman við skoðun svæðis sem þeir þekktu ekkert. Þeir
áttu að þykjast vera á tunglinu og vera í sambandi við jarðfræði -
kennarann sinn í gegnum talstöð og ræða við hann það sem fyrir
augu bar. Þess háttar samskipti voru hljóðrituð og síðar athuguð
með hliðsjón af því hvort unnt væri að bæta þau.63 Tveimur vikum
fyrr höfðu nokkrir þeirra sem til Íslands komu 1965 verið við þjálfun
í Alaska þar sem þessari tækni var beitt í fyrsta sinn.64 Í samtali
mínu við Schmitt kom hins vegar fram að líklega hefðu slíkar æfing-
ar fyrst og fremst farið fram þegar búið var að velja tilteknar áhafn-
ir. Auk þess hefði búnaður til þess háttar æfinga ekki verið hafður
með til Íslands í síðari ferðinni.65
ingólfur ásgeir jóhannesson160
59 Vef. Appendix e. Geology Field exercise. early Training, http://history.nasa.
gov/alsj/ap-geotrips.pdf, skoðað 16.11.2003.
60 Viðtal. Á ensku: „rocks that had not much been disturbed by biological acti-
vity“. Höfundur við Harrison H. Schmitt, 8. apríl 2004.
61 Á ensku: „Probably the most moon-like of the field areas“. enn fremur: „The
“Moon game” was utilized in some of the training“. Vef. Appendix e. Geology
Field exercise. early Training, http://history.nasa.gov/alsj/ap-geotrips.pdf,
skoðað 16.11.2003.
62 Morgunblaðið 10. júlí 1965, bls. 23.
63 Vef. Appendix e. Geology field exercises. early training, http://history.nasa.
gov/alsj/ap-geotrips.pdf, skoðað 3.2.2010.
64 Sama heimild.
65 Viðtal. Höfundur við Harrison H. Schmitt, 8. apríl 2004.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 160