Saga - 2010, Page 161
Sagan um tungllandslag á Íslandi er lífseig. Ummæli tunglfarans
Schmitts taka hins vegar af öll tvímæli í þessu efni: Það er enginn
staður á jörðinni líkur yfirborði tunglsins. Hann benti á að jörðin
hefði ekki verið í þess háttar sambandi við loft sem tunglið, því að í
billjónir ára hafi jörðin verið vernduð með lofthjúpnum sem tunglið
hefur ekki.66 Sögu af þessu tagi er hins vegar ómögulegt að kveða
niður og í gegnum hana hefur geimfaraþjálfunin áhrif á ímynd Ís -
lands, a.m.k. meðal okkar Íslendinga sem finnst það skemmtileg til-
hugsun að við eigum þannig einhvers konar hlutdeild í tunglferð -
unum. og um þetta var greinilega hugsað fyrir 45 árum því að
blaðið Dagur sagði frá því í tilefni af viðdvöl geimfaranna á Akur -
eyri sumarið 1965 að e.t.v. ætti einhver þeirra eftir að stíga fæti á
tunglið: „er þá talið harla gott að hafa verið á Íslandi!“67
Ísland er einn af fáum stöðum utan Bandaríkjanna þar sem
geim farar voru þjálfaðir, en þó höfðu geimfararnir sem komu hing -
að 1967 einnig verið við æfingar í Mexíkó.68 Því má búast við að til
Íslands hafi þeir ekki síst komið vegna þess að hér hafði bandaríski
herinn aðstöðu og landið er, þrátt fyrir að vera úti í miðju Atlants -
hafi, ekki langt frá Bandaríkjunum, aðeins nokkurra stunda flug. Þá
má velta því fyrir sér hvort þjálfun bandarískra geimfara á Íslandi,
í landi vinveittrar ríkisstjórnar, hafi í aðra röndina haft pólitískan til-
gang. Svo mikið er víst að atburðirnir og fjölmiðlaumfjöllunin um
þá sýndu Bandaríkin í mjög jákvæðu ljósi. ekki er þó mjög sennilegt
að dýr geimfaraþjálfun hafi verið notuð í þess háttar tilgangi nema
óbeint og „óvart“. Þjálfunin í fyrri ferðinni hlýtur einnig að hafa þótt
skila einhverju til tunglferðaáætlunarinnar úr því að hingað var
komið með helmingi stærri hóp tveimur árum síðar. Þar kann líka
að hafa ráðið áhugi og þekking Schmitts, sem var m.a. menntaður í
jarðfræði í Noregi.
koma geimfaranna hingað til lands var liður í fjölbreyttri þjálf-
un þar sem athyglinni var sérstaklega beint að berginu og túlkun
sýna. Beitt var uppgötvunarnámi þar sem geimfararnir máttu ekki
vita of mikið um þær bergtegundir og form sem von var á að finna,
„þetta voru ævintýraferðir“ 161
66 Viðtal. Á ensku: „No, there is no place on earth that is moonlike … the earth
has not been exposed to the kind of impact that the moon has without the
atmosphere“. Höfundur við Harrison H. Schmitt, 8. apríl 2004.
67 Dagur 14. júlí 1965, bls. 8.
68 Vef. Appendix e. Geology Field exercise. early Training, http://history.nasa.
gov/alsj/ap-geotrips.pdf, skoðað 16.11.2003.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 161